Samþykktir Norðurþings
Málsnúmer 201312069
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Norðurþings - 31. fundur - 17.12.2013
Fyrir bæjarstjórn liggur til fyrri umræðu samþykktir sveitarfélagsins. Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Gunnlaugur, Friðrik, Olga, Soffía, Bergur, Trausti og Jón Grímsson. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktum sveitarfélagsins til nefndar fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Norðurþings - 39. fundur - 23.09.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi um samþykktir Norðurþings en fyrri umræða fór fram á 31. fundi bæjarstjórnar. Á þeim fundi samþykkti bæjarstjórn að vísa samþykktum sveitarfélagsins til nefndar fyrir síðari umræðu. Til máls tóku: Óli, Friðrik og Gunnlaugur. Fyrirliggjandi tillögu er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð Norðurþings - 118. fundur - 02.10.2014
Fyrir bæjarráði liggur til umræðu "Samþykktir Norðurþings". Erindið var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarstjórnar og var því vísað til frekari meðferðar í bæjarráði áður en það verður tekið fyrir bæjarstjórn að nýju. Bæjarstjóra falið að kalla til nefndarmenn til að halda vinnu áfram við gerð samþykktarinnar og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarstjórn Norðurþings - 51. fundur - 22.09.2015
Fyrir bæjarstjórn liggja drög að nýjum samþykktum sveitarfélagsins til fyrri umræðu
Til máls tóku: Óli, Kjartan, Jónas, Gunnlaugur, Kristján, Erna og Kolbrún Ada
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögunum að samþykktunum til síðari umræðu
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögunum að samþykktunum til síðari umræðu