Bæjarstjórn Norðurþings
Dagskrá
Þar sem forseti og annar varaforseti bæjarstjórnar voru fjarverandi kaus bæjarstjórn Örlyg Hnefil Örlygsson sem varaforseta þessa fundar
1.Öxarfjarðarskóli, starfræksla leikskóladeildar á Kópaskeri.
Málsnúmer 201506042Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun 52. fundar fræðslu og menningarnefndar Norðurþings:
"Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri verði óbreytt út skólaárið enda eru nú fjögur börn skráð í deildina. Framvegis gildi sú regla að séu fjögur eða fleiri börn skráð í leikskóladeildina 1. maí ár hvert vegna komandi skólaárs verði leikskóladeildin starfrækt."
"Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri verði óbreytt út skólaárið enda eru nú fjögur börn skráð í deildina. Framvegis gildi sú regla að séu fjögur eða fleiri börn skráð í leikskóladeildina 1. maí ár hvert vegna komandi skólaárs verði leikskóladeildin starfrækt."
Til máls tóku: Kjartan, Olga, Kristján og Gunnlaugur
Tillaga fræðslu- og menningarnefndar var samþykkt samhljóða
Tillaga fræðslu- og menningarnefndar var samþykkt samhljóða
2.Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Kaldbak
Málsnúmer 201505018Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi afgreiðsla Skipulags- og bygginganefndar Norðurþings frá 15. september sl:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Kaldbak.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftirfarandi breytinga á skipulagstillögunni:
1. Gert verði ráð fyrir vegtengingu Víðimóa við golfvallarafleggjara og inn á Norðausturveg.
2. Færa þarf inn á skipulagsuppdrátt stofnæð hitaveitu og gera grein fyrir henni í greinargerð.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan með ofangreindum breytingum verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Kaldbak.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftirfarandi breytinga á skipulagstillögunni:
1. Gert verði ráð fyrir vegtengingu Víðimóa við golfvallarafleggjara og inn á Norðausturveg.
2. Færa þarf inn á skipulagsuppdrátt stofnæð hitaveitu og gera grein fyrir henni í greinargerð.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan með ofangreindum breytingum verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."
Tillaga skipulags- og bygginganefndar var samþykkt samhljóða
3.Deiliskipulag á Öskjureit
Málsnúmer 201411061Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi afgreiðsla Skipulags- og bygginganefndar Norðurþings frá 15. september sl:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Arnhildar Pálmadóttur arkitekts að deiliskipulagi Búðarreits ásamt tilheyrandi húsakönnun.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Arnhildar Pálmadóttur arkitekts að deiliskipulagi Búðarreits ásamt tilheyrandi húsakönnun.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."
Til máls tóku: Óli og Kjartan
Tillaga skipulags- og bygginganefndar var samþykkt samhljóða
Tillaga skipulags- og bygginganefndar var samþykkt samhljóða
4.Jónas Sigmarsson og Þórhildur Jónsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Lyngholti 3
Málsnúmer 201507019Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi afgreiðsla Skipulags- og bygginganefndar Norðurþings frá 15. september sl:
"Nú er lokið grenndarkynningu vegna óverulegra breytinga deiliskipulags Holtahverfis. Í breytingartillögunni felst að bílskúr að Lyngholti 3 verði byggður undir aðalhæð íbúðarhússins en ekki sem sérstæð bygging. Nyrsti hluti kjallara undir húsinu yrði hinsvegar hluti af íbúð hússins sem heimilt væri að breyta í sjálfstæða litla íbúð með vesturhlið óniðurgrafna. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gólfhæð aðalhæðar eða mænishæð.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði samþykkt og byggingarfulltrúa heimilað að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist þar að lútandi."
"Nú er lokið grenndarkynningu vegna óverulegra breytinga deiliskipulags Holtahverfis. Í breytingartillögunni felst að bílskúr að Lyngholti 3 verði byggður undir aðalhæð íbúðarhússins en ekki sem sérstæð bygging. Nyrsti hluti kjallara undir húsinu yrði hinsvegar hluti af íbúð hússins sem heimilt væri að breyta í sjálfstæða litla íbúð með vesturhlið óniðurgrafna. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gólfhæð aðalhæðar eða mænishæð.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði samþykkt og byggingarfulltrúa heimilað að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist þar að lútandi."
Tillaga skipulags- og bygginganefndar var samþykkt samhljóða
5.Samþykktir Norðurþings
Málsnúmer 201312069Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggja drög að nýjum samþykktum sveitarfélagsins til fyrri umræðu
Til máls tóku: Óli, Kjartan, Jónas, Gunnlaugur, Kristján, Erna og Kolbrún Ada
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögunum að samþykktunum til síðari umræðu
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögunum að samþykktunum til síðari umræðu
6.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018
Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer
Í fræðslu- og menningarnefnd er gerð eftirfarandi breyting:
Sigríður Hauksdóttir kemur inn í nefndina í stað Trausta Aðalsteinssonar
Sigríður Hauksdóttir kemur inn í nefndina í stað Trausta Aðalsteinssonar
7.Bæjarráð Norðurþings - 150
Málsnúmer 1508011Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 150. fundar bæjarráðs Norðurþings
Fundargerðin er fram lögð
8.Bæjarráð Norðurþings - 151
Málsnúmer 1509002Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 151. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 8 "Velferðarráðuneytið, málefni flóttafólks": Óli, Kjartan, Jónas og Kristján
Bæjarstjórn Norðurþings fagnar því að íslensk stjórnvöld og stök sveitarfélög hafi lýst vilja til að taka á móti flóttamönnum. Mikilvægt er að þær þjóðir og þau samfélög sem geta, axli ábyrgð og geri sitt til að létta á vanda þar sem brýn þörf krefur. Norðurþing hefur góðar aðstæður til að leggja lóð á vogarskálarnar og greiða fyrir því að flóttamönnum verði sköpuð ný tækifæri og góð lífsskilyrði. Í Norðurþingi er öflugt og fjölbreytt samfélag, töluvert framboð atvinnu og góður grunnur til að taka á móti nýjum íbúum og þar á meðal flóttafólki. Þá er töluverð reynsla í samfélögum Norðurþings í móttöku nýbúa. Því má ljóst vera að sveitarfélagið er vel í stakk búið til að veita flóttafólki skjól og leggja þannig sitt af mörkum til mannúðarmála í heiminum. Móttaka flóttamanna verði þegar tekin til umfjöllunar í félags- og barnaverndarnefnd, fræðslu- og menningarnefnd og tómstunda- og æskulýðs Norðurþings til umfjöllunar og útfærslu, s.s. varðandi fjárhagslega þætti og samstarf við mannúðar- og félagasamtök. Bæjarstjóra jafnframt falið að hafa samband við velferðarráðuneytið og óska eftir viðræðum um að sveitarfélagið geti við fyrsta tækifæri tekið á móti flóttafólki.
Til máls tóku undir lið 9 - "Húsavíkurflugvöllur, skerðing viðhaldsfjár til flugvalla á landsbyggðinni": Kjartan, Olga, Jónas, Óli, Kristján og Soffía
Bæjarstjórn skorar á stjórnvöld að falla frá áformum um skerðingu fjárframlags til viðhalds flugvalla á landsbyggðinni sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Í fjárlagafrumvarpi alþingis fyrir árið 2016 (liður 672) segir: "Gert er ráð fyrir að fjárheimild liðarins lækki um 516,5 m.kr. að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. Annars vegar er gert ráð fyrir að niður falli 500 m.kr. tímabundið framlag til viðhalds flugvalla á landsbyggðinni. Hins vegar er lögð til 16,5 m.kr. lækkun útgjalda til að mæta aðhaldsmarkmiðum í frumvarpinu." Bæjarstjórn vekur athygli á því að starfsemi á Húsavíkurflugvelli hefur verið að aukast og eflast undanfarin ár. Framundan er mikil atvinnuuppbygging á svæðinu og jafnframt hefur ferðamannafjöldi aukist hratt. Á sama tíma hefur lengi legið fyrir brýn þörf á viðhaldi og úrbótum á búnaði á Húsavíkurflugvelli. Fulltrúar Isavia kynntu bæjarráði Norðurþings áform fyrirtækisins um viðhaldsaðgerðir á fundi fyrir nokkrum mánuðum. Bæjarstjórn fer fram á það að nauðsynlegar úrbætur verði framkvæmdar á Húsavíkurflugvelli og ríkisvaldið sinni þar með þeim innviðum sem því ber í samgöngukerfi landsins.
Fundargerðin er lögð fram
Bæjarstjórn Norðurþings fagnar því að íslensk stjórnvöld og stök sveitarfélög hafi lýst vilja til að taka á móti flóttamönnum. Mikilvægt er að þær þjóðir og þau samfélög sem geta, axli ábyrgð og geri sitt til að létta á vanda þar sem brýn þörf krefur. Norðurþing hefur góðar aðstæður til að leggja lóð á vogarskálarnar og greiða fyrir því að flóttamönnum verði sköpuð ný tækifæri og góð lífsskilyrði. Í Norðurþingi er öflugt og fjölbreytt samfélag, töluvert framboð atvinnu og góður grunnur til að taka á móti nýjum íbúum og þar á meðal flóttafólki. Þá er töluverð reynsla í samfélögum Norðurþings í móttöku nýbúa. Því má ljóst vera að sveitarfélagið er vel í stakk búið til að veita flóttafólki skjól og leggja þannig sitt af mörkum til mannúðarmála í heiminum. Móttaka flóttamanna verði þegar tekin til umfjöllunar í félags- og barnaverndarnefnd, fræðslu- og menningarnefnd og tómstunda- og æskulýðs Norðurþings til umfjöllunar og útfærslu, s.s. varðandi fjárhagslega þætti og samstarf við mannúðar- og félagasamtök. Bæjarstjóra jafnframt falið að hafa samband við velferðarráðuneytið og óska eftir viðræðum um að sveitarfélagið geti við fyrsta tækifæri tekið á móti flóttafólki.
Til máls tóku undir lið 9 - "Húsavíkurflugvöllur, skerðing viðhaldsfjár til flugvalla á landsbyggðinni": Kjartan, Olga, Jónas, Óli, Kristján og Soffía
Bæjarstjórn skorar á stjórnvöld að falla frá áformum um skerðingu fjárframlags til viðhalds flugvalla á landsbyggðinni sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Í fjárlagafrumvarpi alþingis fyrir árið 2016 (liður 672) segir: "Gert er ráð fyrir að fjárheimild liðarins lækki um 516,5 m.kr. að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. Annars vegar er gert ráð fyrir að niður falli 500 m.kr. tímabundið framlag til viðhalds flugvalla á landsbyggðinni. Hins vegar er lögð til 16,5 m.kr. lækkun útgjalda til að mæta aðhaldsmarkmiðum í frumvarpinu." Bæjarstjórn vekur athygli á því að starfsemi á Húsavíkurflugvelli hefur verið að aukast og eflast undanfarin ár. Framundan er mikil atvinnuuppbygging á svæðinu og jafnframt hefur ferðamannafjöldi aukist hratt. Á sama tíma hefur lengi legið fyrir brýn þörf á viðhaldi og úrbótum á búnaði á Húsavíkurflugvelli. Fulltrúar Isavia kynntu bæjarráði Norðurþings áform fyrirtækisins um viðhaldsaðgerðir á fundi fyrir nokkrum mánuðum. Bæjarstjórn fer fram á það að nauðsynlegar úrbætur verði framkvæmdar á Húsavíkurflugvelli og ríkisvaldið sinni þar með þeim innviðum sem því ber í samgöngukerfi landsins.
Fundargerðin er lögð fram
9.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 132
Málsnúmer 1509003Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 132. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings
Fundargerðin er fram lögð
10.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 52
Málsnúmer 1509004Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 52. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram
11.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 62
Málsnúmer 1509005Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 62. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings
Til máls tóku undir lið 4 "Broskallar til að hægja niður umferð": Óli, Kjartan, Olga, Kolbrún Ada, Soffía og Kristján
Til máls tóku undir lið 11 "Tilboð í verkið Húsavík dýpkun 2015": Jónas og Kristján
Fundargerðin er fram lögð
Til máls tóku undir lið 11 "Tilboð í verkið Húsavík dýpkun 2015": Jónas og Kristján
Fundargerðin er fram lögð
12.Bæjarráð Norðurþings - 152
Málsnúmer 1509007Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 152. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 6 "Fundargerðir Sorpsamlags Þingeyinga ehf": Kjartan, Örlygur og Soffía
Fundargerðin er fram lögð
Fundargerðin er fram lögð
13.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 44
Málsnúmer 1509008Vakta málsnúmer
Til máls tóku undir lið 9 "Frístundaheimili": Soffía og Erna
Til máls tóku undir lið 2 "Heilsuárið 2015": Erna, Kristján, Kjartan og Gunnlaugur
Til máls tóku undir lið 6 "Afrekssjóður Norðurþings": Erna og Kjartan
Fundargerðin er fram lögð
Til máls tóku undir lið 2 "Heilsuárið 2015": Erna, Kristján, Kjartan og Gunnlaugur
Til máls tóku undir lið 6 "Afrekssjóður Norðurþings": Erna og Kjartan
Fundargerðin er fram lögð
14.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 51
Málsnúmer 1509006Vakta málsnúmer
Til máls tóku undir lið 2: "Tillaga að Búsetakerfi Húsavíkur": Kjartan, Soffía, Óli og Jónas
Fundargerðin er lögð fram
Fundargerðin er lögð fram
Fundi slitið - kl. 19:20.