Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna ferðaþjónustu í landi Krossdals
Málsnúmer 201401050
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 113. fundur - 15.01.2014
Þann 7. janúar s.l. lauk athugasemdafresti vegna skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags í landi Krossdals vegna nýs þjónustusvæðis og deiliskipulags sama svæðis. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra. 1. Skipulagsstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir fjölda gistiskála á lóðinni og hámarksstærð þeirra.2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra bendir á mikilvægi þess að fram komi í deiliskipulagi svæðisins áætlanir um fráveitu og þær verði í samræmi við reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, leiðbeiningar um fráveitur og skólp sem Umhverfisstofnun hefur gefið út og Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra að undanteknum Húsavíkurbæ. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á þau sjónarmið sem fram koma hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar þjónustulóðar ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu. Skipulagshugmyndin var kynnt á almennum fundi á opnu húsi á bæjarskrifstofu Norðurþings 13. janúar s.l. Engar athugasemdir/ábendingar komu fram á kynningarfundinum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn Norðurþings - 32. fundur - 21.01.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þann 7. janúar s.l. lauk athugasemdafresti vegna skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags í landi Krossdals vegna nýs þjónustusvæðis og deiliskipulags sama svæðis.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra.
1. Skipulagsstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir fjölda gistiskála á lóðinni og hámarksstærð þeirra.2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra bendir á mikilvægi þess að fram komi í deiliskipulagi svæðisins áætlanir um fráveitu og þær verði í samræmi við reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, leiðbeiningar um fráveitur og skólp sem Umhverfisstofnun hefur gefið út og Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra að undanteknum Húsavíkurbæ.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á þau sjónarmið sem fram koma hér að ofan.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar þjónustulóðar ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.
Skipulagshugmyndin var kynnt á almennum fundi á opnu húsi á bæjarskrifstofu Norðurþings 13. janúar s.l.
Engar athugasemdir/ábendingar komu fram á kynningarfundinum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra.
1. Skipulagsstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir fjölda gistiskála á lóðinni og hámarksstærð þeirra.2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra bendir á mikilvægi þess að fram komi í deiliskipulagi svæðisins áætlanir um fráveitu og þær verði í samræmi við reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, leiðbeiningar um fráveitur og skólp sem Umhverfisstofnun hefur gefið út og Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra að undanteknum Húsavíkurbæ.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á þau sjónarmið sem fram koma hér að ofan.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar þjónustulóðar ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.
Skipulagshugmyndin var kynnt á almennum fundi á opnu húsi á bæjarskrifstofu Norðurþings 13. janúar s.l.
Engar athugasemdir/ábendingar komu fram á kynningarfundinum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 116. fundur - 23.04.2014
Nú er lokið kynningarfresti breytingar aðalskipulags Norðurþings vegna ferðaþjónustu í landi Krossdals. Innan athugasemdafrests barst athugasemd frá Vegagerðinni um að uppbygging þjónustusvæðis við Krossdal kalli á aukna umferð um núverandi vegtengingar inn á svæðið. Vegtenging að nýju þjónustusvæði er mjög nálægt heimreið að lögbýlinu Árdal eða um 60 m og telur Vegagerðin þessa stuttu fjarlægð óásættanlega til lengri tíma. Hugmynd Vegagerðarinnar felst í að sameina þessar tvær vegtengingar við þjóðveg í eina. Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leiti á að heimreiðarnar verði sameinaðar en minnir á að umræddar tengingar hafa verið til staðar til áratuga. Nefndin hvetur Vegagerðina í samráði við hagsmunaaðila til að leysa þessa óheppilegu stöðu, en telur ekki tilefni til umfjöllunar þar að lútandi í aðalskipulagbreytingunni. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
Bæjarstjórn Norðurþings - 35. fundur - 29.04.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningarfresti breytingar aðalskipulags Norðurþings vegna ferðaþjónustu í landi Krossdals.
Innan athugasemdafrests barst athugasemd frá Vegagerðinni um að uppbygging þjónustusvæðis við Krossdal kalli á aukna umferð um núverandi vegtengingar inn á svæðið.
Vegtenging að nýju þjónustusvæði er mjög nálægt heimreið að lögbýlinu Árdal eða um 60 m og telur Vegagerðin þessa stuttu fjarlægð óásættanlega til lengri tíma.
Hugmynd Vegagerðarinnar felst í að sameina þessar tvær vegtengingar við þjóðveg í eina.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leiti á að heimreiðarnar verði sameinaðar en minnir á að umræddar tengingar hafa verið til staðar til áratuga.
Nefndin hvetur Vegagerðina í samráði við hagsmunaaðila til að leysa þessa óheppilegu stöðu, en telur ekki tilefni til umfjöllunar þar að lútandi í aðalskipulagbreytingunni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Innan athugasemdafrests barst athugasemd frá Vegagerðinni um að uppbygging þjónustusvæðis við Krossdal kalli á aukna umferð um núverandi vegtengingar inn á svæðið.
Vegtenging að nýju þjónustusvæði er mjög nálægt heimreið að lögbýlinu Árdal eða um 60 m og telur Vegagerðin þessa stuttu fjarlægð óásættanlega til lengri tíma.
Hugmynd Vegagerðarinnar felst í að sameina þessar tvær vegtengingar við þjóðveg í eina.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leiti á að heimreiðarnar verði sameinaðar en minnir á að umræddar tengingar hafa verið til staðar til áratuga.
Nefndin hvetur Vegagerðina í samráði við hagsmunaaðila til að leysa þessa óheppilegu stöðu, en telur ekki tilefni til umfjöllunar þar að lútandi í aðalskipulagbreytingunni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.