Hafnarframkvæmdir 2014 sem styrktar eru af hafnabótasjóði
Málsnúmer 201401104
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014
Í drögum að samgönguáætlun 2013 - 2016 sem lögð var fyrir Alþingi s.l. vor, en náði ekki fram að ganga, var gert ráð fyrir framlögum til hafnabótasjóðs að upphæð 232,4 m.kr. fyrir árið 2014. Nú liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum 2014 verður þessi upphæð einungis 162,4 m.kr. og nemur skerðingin því um 30%. Hafnabótasjóður óskar eftir viðbrögðum hafnarsjóðs við niðurskurði þ.e. hvort hafnarsjóður vill halda sig við áætlunina þrátt fyrir niðurskurð eða óska eftir breytingum á áætluninni. Ef haldið verður áfram miðað við óbreytta áætlun þýðir það kostnaðarauka fyrir hafnarsjóð. Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnastjóra að fara yfir málið og vera í sambandi við Vegagerðin / Siglingastofnun.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggja áætlanir um hafnaframkvæmdir sem styrkar eru af hafnabótarsjóði fyrir árið 2014. Bergur Elías Ágústsson, bæjar- og hafnastjóri fór yfir og kynnti helstu framkvæmdir. Lagt fram til kynningar.