Bakkavegur (857) og Húsavíkurhöfn, nýr vegur um jarðgöng að Bakka og breytingar á Húsavíkurhöfn
Málsnúmer 201401122
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til kynningar skýrslur og bréf Vegagerðarinnar og Skipulagsstofnunar vegna vegtengingar, og gagnagerð ásamt tilteknum breytingum við Húsavíkurhöfn. 24. janúar s.l. sendi Skipulagsstofnu erindi til Umhverfissofnunar þar sem óskað er umsagnar stofnunarinnar, hvort og á hvaða forsendum framkvæmd við Húsavíkurhöfn og Bakkaveg skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjórn Norðurþings - 33. fundur - 18.02.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi, sem samþykkt hefur verið samhljóða að taka inn með afbrigðum á dagskrá fundarins. Erindið er tillaga að svarbréfi skipulags- og byggingarfulltrúa f.h. Norðurþings til Skipulagsstofnunar vegna umsagnar á matsskyldu um gerð nýs vegar frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæði á Bakka (857) og breytinga á höfninni á Húsavík í Norðurþingi. Umsögnin er skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum sem svar við erindi sem barst sveitarfélaginu frá Skipulagsstofnun dags. 24. janúar 2014. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að umsögn til Skipulagsstofnunar.