Akstur aldraðra í dagvist í Stórumörk, ósk um kostnaðarþátttöku
Málsnúmer 201401150
Vakta málsnúmerFélags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 39. fundur - 05.02.2014
Samþykkt er að sækja um aukafjárveitingu til bæjarráðs allt að kr. 900 þúsund vegna aksturs aldraðra í dagvist í Stórumörk. Félagsmálastjóra er falið að senda erindið til bæjarráðs.
Bæjarráð Norðurþings - 95. fundur - 13.02.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var á fundi 39. fundi félags- og barnaverndarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Félags- og barnaverndarnefnd samþykkir að sækja um aukafjárveitingu til bæjarráðs um allt að kr. 900 þúsund vegna aksturs aldraðra í dagvist í Stórumörk. Félagsmálastjóra er falið að senda erindið til bæjarráðs. Með erindinu fylgir greinagerð en þar kemur m.a. fram að á fundi nefndarinnar hafi verið tekið fyrir erindi framkvæmdastjóra Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslum og óskað eftir þátttöku sveitarfélagsins í akstri aldraðra í dagvist í Stórumörk. Óskað var eftir því að sveitarfélagið greiddi helming af þeim kostnaði sem hlýst af akstrinum eða um 900 þúsund krónur.Nefndin hefur farið yfir málið og samþykkt að vísa fjárhagsbeiðninni til bæjarráðs. Helstu rök nefndarinnar eru einkum þau að þessi þjónusta létti töluvert á heimaþjónustunni. Þeir einstaklingar sem sækja dagvistina búa við einangrun í dreifbýli og erfitt er að þjónusta þá heima sökum búsetu. Ef ekki stendur til boða að sækja dagvist í Stórumörk þyrfti Heimaþjónustan að setja inn talsverða þjónustu til þeirra sem yrði mjög kostnaðarsöm. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins en bæjarstjóra og fjármálastjóra er falið að gera tillögu um hvort hægt er að mæta auknu útgjöldum vegna beiðninnar innan fjárhagsáætlunar ársins 2014.