Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.251. fundur stjórnar Eyþings
Málsnúmer 201402050Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 251. fundar stjórnar Eyþings. Fundagerðin lög fram til kynningar.
2.Akstur aldraðra í dagvist í Stórumörk, ósk um kostnaðarþátttöku
Málsnúmer 201401150Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var á fundi 39. fundi félags- og barnaverndarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Félags- og barnaverndarnefnd samþykkir að sækja um aukafjárveitingu til bæjarráðs um allt að kr. 900 þúsund vegna aksturs aldraðra í dagvist í Stórumörk. Félagsmálastjóra er falið að senda erindið til bæjarráðs. Með erindinu fylgir greinagerð en þar kemur m.a. fram að á fundi nefndarinnar hafi verið tekið fyrir erindi framkvæmdastjóra Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslum og óskað eftir þátttöku sveitarfélagsins í akstri aldraðra í dagvist í Stórumörk. Óskað var eftir því að sveitarfélagið greiddi helming af þeim kostnaði sem hlýst af akstrinum eða um 900 þúsund krónur.Nefndin hefur farið yfir málið og samþykkt að vísa fjárhagsbeiðninni til bæjarráðs. Helstu rök nefndarinnar eru einkum þau að þessi þjónusta létti töluvert á heimaþjónustunni. Þeir einstaklingar sem sækja dagvistina búa við einangrun í dreifbýli og erfitt er að þjónusta þá heima sökum búsetu. Ef ekki stendur til boða að sækja dagvist í Stórumörk þyrfti Heimaþjónustan að setja inn talsverða þjónustu til þeirra sem yrði mjög kostnaðarsöm. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins en bæjarstjóra og fjármálastjóra er falið að gera tillögu um hvort hægt er að mæta auknu útgjöldum vegna beiðninnar innan fjárhagsáætlunar ársins 2014.
3.Félagsleg heimaþjónusta, yfirlit yfir þjónustuþega sem þarfnast frekari úrræða
Málsnúmer 201401151Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 39. fundi félags- og barnaverndarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Félags- og barnaverndarnefnd er sammála um að mikilvægt sé að auka félagslega heimaþjónustu og gera þannig öldruðum kleift að búa lengur heima. Félagsmálastjóra er falið að óska eftir aukafjárveitingu til bæjarráðs til að hægt verði að auka þjónustuna og veita hana einnig á kvöldin og helgar og heimsendan mat um helgar allt að kr. 4.000.000.-
Með erindinu fylgir greinargerð en þar kemur m.a. fram að nefndin hafi fjallað um málið á síðasta fundi sínum. Samkvæmt upplýsingum frá færni- og heilsunefnd er töluverður hópur sem er á biðlista eftir hjúkrunar og/eða dvalarými á Hvammi.
Þjónustuþörf allra þeirra einstaklinga sem eru á biðlista eftir dvalarrýmisplássi mun ekki verða leystur næstu árin með flutningi í Hvamm þar sem mjög fá pláss losna á ári hverju.
Félagslega heimaþjónustan sinnir öldruðum einstaklingum sem búa heima og eru metnir í þörf fyrir þá þjónustu.
Af einstaklingum sem fá félagslega heimaþjónustu eru 14 aðilar með samþykkt dvalarrými, meðalaldur þeirra er 86,6 ár.
Fimm einstaklingar eru með samþykkt hjúkrunarrými, meðalaldur þeirra er 82,6 ár.
Tuttugu og níu einstaklingar þarfnast frekari úrræði þ.e. þeir geta tæplega búið heima með þá þjónustu sem þeir hafa í dag, meðalaldur þessa hóps er 85 ár.
Undanfarin ár hefur talsvert verið skorið niður í félagslegri heimaþjónustu hér í Norðurþingi sem leitt hefur til þess að í langflestum tilfellum er einungis boðið upp á lágmarksþjónustu þ.e. 2 klukkutíma aðra hverja viku og fer sá tími að mestu í þrif. Þjónustan er aðeins veitt á milli kl. 08:00 til 16:00.
Félags- og barnaverndarnefnd var sammála um mikilvægi þess að auka stuðning og þjónustu við aldraða og gera þeim kleift að búa lengur heima. Til þess að hægt sé að auka þjónustuna þannig að hún mæti þörfum þjónustuþeganna mun betur en hún gerir í dag er áætlaður kostnaður 4 milljónir króna.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins en bæjarstjóra og fjármálastjóra er falið að gera tillögu um hvort hægt er að mæta auknu útgjöldum vegna beiðninnar innan fjárhagsáætlunar ársins 2014.
4.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2014
Málsnúmer 201401098Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 120. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Fundur vegna lagafrumvarps um endurskipulagningu á embættum sýslumanna
Málsnúmer 201402028Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð vegna fundaferða innanríkisráðuneytisins vegna endurskipulagningar á embætti sýslumanna og lögreglustjóra. Samkvæmt heimasíðu ráðuneytisins er markmið fundanna að fá fram álit og ábendingar heimamanna vegna þessara fyrirhuguðu breytinga.Fundurinn fer fram á Akureyri, starfssvæði Eyþings, föstudaginn 14. febrúar n.k. og hefst hann kl. 10:00. Lagt fram til kynningar.
6.Skíðagöngudeild Völsungs, trjárækt á skíðagöngusvæði við Höskuldsvatn
Málsnúmer 201402022Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Skíðagöngudeild Völsungs vegna trjáræktar á skíðagöngusvæði við Höskuldsvatn. Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Komið hefur í ljós að vegna núverandi samnings um ræktun landgræðslu- og útivistarskóga er nauðsynlegt að endurskoða skilgreind svæðamörk samningsins þ.e. að útvíkka hann þannig að plöntun trjáa til að veita betra skjólbelti við gönguskíðasvæði félagsins nái tilætluðum markmiðum. Stækkunin sem þarf er innan núverandi landgræðslugirðingar. Bæjarráð leggur til að framkvæmda- og hafnafulltrúi ásamt garðyrkjustjóra vinni að gerð nýs samnings við Skógræktarfélag Íslands og leggi fyrir næsta fund framkvæmda- og hafnanefndar.
Fundi slitið - kl. 18:00.