Fundur vegna lagafrumvarps um endurskipulagningu á embættum sýslumanna
Málsnúmer 201402028
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 95. fundur - 13.02.2014
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð vegna fundaferða innanríkisráðuneytisins vegna endurskipulagningar á embætti sýslumanna og lögreglustjóra. Samkvæmt heimasíðu ráðuneytisins er markmið fundanna að fá fram álit og ábendingar heimamanna vegna þessara fyrirhuguðu breytinga.Fundurinn fer fram á Akureyri, starfssvæði Eyþings, föstudaginn 14. febrúar n.k. og hefst hann kl. 10:00. Lagt fram til kynningar.