Áki Hauksson leggur til að stofnaður verði bílastæðasjóður fyrir sveitarfélagið
Málsnúmer 201402043
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggja drög , sem Áki Hauksson leggur fram, að samþykktum fyrir bílastæðasjóð. Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og hafnafulltrúa að vinna fekar að málinu og leggja fyrir fundinn að nýju.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi sem tekið var fyrir á 38. fundi nefndarinnar. Framkvæmda- og hafnafulltrúa var falið að vinna að málinu og leggja fyrir fund að nýju. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að vinna við undirbúning að stofnun bílastæðissjóðs skuli fara fram. Við þá vinnu verði kostnaður metinn við stofnun sjóðsins ásamt tillögu um rekstrarfyrirkomulag og staðsetningu rekstrareiningarinnar í skipuriti sveitarfélagsins. Jafnframt verði leitað eftir aðila til að sinna umferðastjórnun.