Sundlaugin í Lundi
Málsnúmer 201403046
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 28. fundur - 18.03.2014
Ekki hafa borist óskir eða fyrirspurnir vegna reksturs ferðaþjónustu í Lundi fyrir sumarið 2014. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi leggur til að samhliða rekstri sundlaugar í Lundi Öxarfirði reki sundlaugin tjaldsvæðið í Lundi sumarið 2014. Ekki þarf að koma til útgjaldaaukning vegna þessa þar sem hægt er að samnýta aðstöðu og starfsfólk sundlaugarinnar. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til við Framkvæmda- og hafnarnefnd að ofangreind beiðni verði samþykkt.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 41. fundur - 12.05.2015
Rætt var um fyrirkomulag sumaropnunar sundlaugarinnar í Lundi. Opnun verður með sambærilegum hætti og síðastliðið sumar. Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að ganga frá endanlegri útfærslu og auglýsa opnun laugarinnar.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 43. fundur - 18.08.2015
Sundlaugin í Lundi lokaði eftir sumaropnun 15.ágúst 2015. Sumarið gekk vel þó svo að slæmt veður hafi haft áhrif á aðsóknina. Tómstunda- og æskulýðsnefnd vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra er komu að starfsemi sundlaugarinnar í sumar.