Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

28. fundur 18. mars 2014 kl. 15:00 - 17:00 í Þekkingarsetri Þingeyinga
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Skarphéðinsdóttir 2. varamaður
  • Hrólfur Þórhallsson varamaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Fimleikadeild Völsungs, ósk um styrk vegna Danmerkurferðar

Málsnúmer 201403013Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir 150.000 króna styrk til Fimleikadeildar Völsungs.

2.Samstarfssamningur vegna landsmóts 50 ára og eldri á Húsavík 20. til 22. júní 2014

Málsnúmer 201403038Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti samstarfssamning milli Landsmótsnefndar UMFÍ 50+ og Norðurþings vegna framkvæmdar 4.Landsmóts UMFÍ 50+ dagana 20.-22.júní 2014. Samstarf er vegna afnota af mannvirkjum, áhöldum og tækjum sveitarfélagsins meðan á mótinu stendur. Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar því að Landsmót 50+ sé haldið á Húsavík.

3.UMFÍ til kynningar

Málsnúmer 201105088Vakta málsnúmer

Ungmennafélag Íslands sendir sveitarfélögum bréf þess efnis að óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarfélögum að taka að sér undirbúning og framkvæmd 20.Unglingalandsmóts UMFÍ 2017. Einnig er óskað eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarfélögum að taka að sér undirbúning og framkvæmd 6.Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður á árinu 2016.

4.Dansflokkurinn Raven Dance

Málsnúmer 201401141Vakta málsnúmer

Kynning á verkefninu Shär. Shär er dans og kvikmynda verkefni í framkvæmd ungra listamanna frá Svíþjóð, Íslandi, Ítalíu, Noregi og Ungverjalandi. Markmið verkefnisins er að dreifa dansi og skapandi gleði til fólks á Íslandi. Auka vitund og skilning á dansi. Raven Dance dansflokkurinn stefnir á það að vera á Húsavík í lok maí 2014. Tómstunda- og æskulýðsnefnd lýsir sig reiðubúna til að styrkja verkefnið með afnotum af húsnæði og gistingu.

5.Vinnuskólinn 2014

Málsnúmer 201403045Vakta málsnúmer


Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti tilhögun Vinnuskóla Norðurþings 2014. Hugmyndir eru uppi með það að breyta starfsfyrirkomulagi skólans. Brjóta upp starfið og gera vinnuskólann sýnilegri í samfélaginu. Bjóða uppá skapandi umhverfi. Einnig er áætlað að leita samstarfs við fyrirtæki á svæði vinnuskólans og efla starfskynningaþáttinn hjá nemendum vinnuskólans.
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 10.júní til 1.ágúst.
Markmið vinnuskólans er m.a.: Fræðsla, grendarvitund og staðarstolt. Efla meðvitund og vekja áhuga á nærumhverfi. Halda umhverfi vinnuskólans snyrtilegu.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að hækka laun nemenda vinnuskólans frá fyrra ári um 5% .

6.Íþróttafélagið Völsungur, endurnýjun á samningi

Málsnúmer 201308046Vakta málsnúmer


Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti lokadrög að rekstrar- og samstarfssamningi Norðurþings við Íþróttafélagið Völsungs vegna reksturs á íþróttavöllum á Húsavík sem og vegna reksturs skrifstofu og félags. Völsungur sóttist eftir því að taka yfir rekstur íþróttavallanna á Húsavík og mannvirki tengdum þeim. Markmið Norðurþings með samningnum er m.a. að skapa Völsungi aðstæður í samræmi við íþróttanámskrá félagsins hvað varðar þjálfun barna, unglinga, afreksfólks og þjónusta almenningsíþróttir og efla félagsstarf.
Til að auðvelda félaginu að ná settum markmiðum er m.a. æskilegt að nýting og rekstur valla sé á einni hendi.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög með þeim fyrirvara að samningurinn er einungis til áramóta 2014/2015 og verður endurskoðaður í september 2014.

7.Sundlaugin í Lundi

Málsnúmer 201403046Vakta málsnúmer

Ekki hafa borist óskir eða fyrirspurnir vegna reksturs ferðaþjónustu í Lundi fyrir sumarið 2014. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi leggur til að samhliða rekstri sundlaugar í Lundi Öxarfirði reki sundlaugin tjaldsvæðið í Lundi sumarið 2014. Ekki þarf að koma til útgjaldaaukning vegna þessa þar sem hægt er að samnýta aðstöðu og starfsfólk sundlaugarinnar. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til við Framkvæmda- og hafnarnefnd að ofangreind beiðni verði samþykkt.

8.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 201401054Vakta málsnúmer


Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti m.a.:

Félagsmiðstöðvastarfið í sveitarfélaginu

Samstarf Völsungs og sveitarfélagsins vegna knattspyrnuþjálfunar í
Öxarfirði og á Raufarhöfn

Vinnu vegna skíðasvæðis við og á Húsavík

Ungt fólk og lýðræði, ráðstefna ungmenna á Ísafirði

Verkefni tengt handknattleik, landsliðsmenn á ferð 20.júní 2014

Verkefni Túnráðsins, kynningarmyndband á sveitarfélaginu.

Vinnu að fjölþjóðlegu verkefni, Nordic Youth Meeting

Vinnu vegna forvarna í sveitarfélaginu
Sigríður Valdimarsdóttir sat fundinn í fjarfundi frá Raufarhöfn.

Fundi slitið - kl. 17:00.