Fara í efni

Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 201401054

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 26. fundur - 14.01.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu málaflokksins. Unnið er að þátttöku ungmenna í alþóðlegu lýðsræðisverkefni sem á sér stað í Moss Noregi 12. ? 14. ágúst 2014. Tengsl verkefnisins er við vinabæ Húsavíkur, Fredriksstad. Vinna vegna móttöku nýrra íbúa í sveitarfélaginu. Félagsstarf ungmenna,.Conny Spandau með félagsstarf í Lundi. Söngvakeppni Samnorð 24.janúar, undirbúningur. Þing ungmennahúsa, undirbúningur fyrir þing á Húsavík 16.maí. Þorrablót kvenfélagsins í íþróttahöllinni. Starfsmannahald og skipulag. Frístundaheimilið, Sigurður Narfi í fæðingarorlofi. Aðalbjörn Jóhannsson leysir af á meðan. Nýi gervigrasvöllurinn. Ljóst að tilkoma hans hefur jákvæð áhrif á hreyfimöguleika fólks í sveitarfélaginu. Stefnumál ýmissa mála. Vinnuskólinn, vinna að undirbúningi, breytt fyrirkomulag.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 27. fundur - 11.02.2014

- Kynnti niðurstöðu funda sem hann átti með félagsmálastjóra og fræðslu- og menningarfulltrúa vegna samfélagsmála. Tilgangur fundanna var m.a. að stuðla að bættri orðræðu og upphefja framtakssemi í samfélaginu. Jafnframt hefur hefur þessi hópur fundað með RHA (Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri), Byggðastofnun, Nýsköpunarmiðstöð o.fl. Tilgangur þeirra funda var m.a. að búa samfélagið undir fjölgun íbúa á svæðinu og styrkja þá íbúa sem fyrir eru.
- Kynnti vinnu við áætlun um móttöku nýrra íbúa. Sú vinna er áætluð í samvinnu við hagsmunasamtök í sveitarfélaginu.
- Kynnti Túnvarp sem rekið er af Ungmennahúsinu Túni; tilgangurinn er að finna jákvæða punkta í samfélaginu og miðla því með útvarpssendingum og varpa því á netið.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 28. fundur - 18.03.2014


Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti m.a.:

Félagsmiðstöðvastarfið í sveitarfélaginu

Samstarf Völsungs og sveitarfélagsins vegna knattspyrnuþjálfunar í
Öxarfirði og á Raufarhöfn

Vinnu vegna skíðasvæðis við og á Húsavík

Ungt fólk og lýðræði, ráðstefna ungmenna á Ísafirði

Verkefni tengt handknattleik, landsliðsmenn á ferð 20.júní 2014

Verkefni Túnráðsins, kynningarmyndband á sveitarfélaginu.

Vinnu að fjölþjóðlegu verkefni, Nordic Youth Meeting

Vinnu vegna forvarna í sveitarfélaginu

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 29. fundur - 10.04.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi sagði frá nokkrum verkefnum;- Þjóðfundur ungmenna, sem haldinn var í Reykjavík.- Cities for youth, fjölþjóðleg ráðstefna um forvarnarmál.- Ungt fólk og lýðræði, sem haldin er á Ísafirði á sama tíma og þessi fundur fer fram. Þar á sveitarfélagið tvo fulltrúa.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 30. fundur - 13.05.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála í málaflokknum.- Dansnámskeið- Aðalfundur FÍÆT- Sumarstörf og sumarafleysingar- Vinna við móttökuáætlun nýrra íbúa í sveitarfélaginu.- Landsmót UMFÍ 50+- Vinnuskóli - Vígsla sparkvallar á Raufarhöfn- Yfirtaka Völsungs á íþróttavellinum

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 31. fundur - 03.07.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti rekstur málaflokks 06, tómstunda- og æskulýðsmál. Undir málaflokkinn tilheyra íþróttamannvirki á Húsavík, Raufarhöfn, Kópaskeri og í Lundi Öxarfirði. Einnig er rekstur á Frístundaheimilinu Tún á Húsavík og félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins. Vinnuskólinn er vistaður undir málaflokknum sem og ýmis forvarnarmál. Ungmennaráð heyrir undir Tómstunda- og æskulýðsnefnd og málefni nýrra íbúa. Starfsmenn eru í kringum 23 á ársgrundvelli. Mikið umleikis á sumrin með tilkomu sumarafleysinga og starfsemi Vinnuskóla Norðurþings.Sveitarfélagið rekur 3 sundlaugar í sveitarfélaginu, á Húsavík, á Raufarhöfn og í Lundi. Samskipti eru við íþrótta- og æskulýðsfélög og stuðningur við þau í ýmsu formi.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti fjárhagsstöðu málaflokksins og er reksturinn í jafnvægi skv. fjárhagsáætlun. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir kynninguna.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 33. fundur - 02.09.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir verkefni sviðsins.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 34. fundur - 14.10.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir málefni sviðsins.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 35. fundur - 18.11.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir verkefni á sviðinu.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 39. fundur - 10.02.2015

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings fór yfir málefni sviðsins.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 40. fundur - 14.04.2015

Tómstunda og æskulýðsfulltrúi fór yfir helstu verkefni sviðsins að undanförnu.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 48. fundur - 09.02.2016

Tómstunda og æskulýðsfulltrúi fór yfir helstu verkefni sviðsins.
Lagt fram til kynningar