Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

39. fundur 10. febrúar 2015 kl. 13:15 - 15:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Félagsmiðstöðin Tún.

Málsnúmer 201406020Vakta málsnúmer

Aðalbjörn Jóhannsson kynnir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Túns.
Aðalbjörn sagði frá starfsemi félagsmiðstöðvarinnar. Í máli hans kom fram að félagsmiðstöðin er að þjónusta 10 til 12 ára, 13-16 ára og 17-25 ára. Ýmsir viðburðir eru í gangi og hefur verið ágæt mæting á viðburði. Stefnt er á meiri samvinnu milli starfsstöðva og er verið að vinna að því. Starfrækt er sérstakt Túnráð ungmenna, Túnráðið skipuleggur starfsemi Ungmennahúsins. Áætlað er að fulltrúar í Túnráði fari til Danmerkur í kynnis- og námsferð ásamt starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar í maí. Margir boðnir og búnir í samfélaginu til að aðstoða og hjálpa vegna félagsmiðstöðvastarfsins. Til stendur að vera með draugahús sem fjáröflun fyrir Tún föstudaginn 13.febrúar.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar Aðalbirni fyrir góða kynningu.

2.Ungt fólk og lýðræði 2015

Málsnúmer 201502004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd hvetur til þess að ungmenni úr Norðurþingi taki þátt í ráðstefnunni.

3.Olga Gísladóttir f.h. Stóranúps ehf. óskar eftir að reka tjaldsvæðið í Lundi, Öxarfirði

Málsnúmer 201502031Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar málinu til Framkvæmda- og hafnarnefndar en leggur jafnframt til við Framkvæmda- og hafnarnefnd að samið verði við bréfritara um afnot af tjaldsvæðinu við Lund.

4.Slökkvilið Norðurþings

Málsnúmer 201501016Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur erindi frá Framkvæmda- og hafnarnefnd þar sem óskað er eftir því að slökkviliðsmenn í Slökkviliði Norðurþings fái frían aðgang að sundlaugum í rekstri Norðurþings.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir erindið og felur tómstunda-og æskulýðsfulltrúa að útfæra málið í samstarfi við slökkviliðsstjóra Norðurþings.

5.Samningamál íþróttafélaga

Málsnúmer 201401057Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningum til undirritunar við Golfklúbb Húsavíkur og Ungmennafélagið Austra.

6.Fyrirspurn varðandi samning Skothúss við Norðurþings

Málsnúmer 201501059Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd getur því miður ekki orðið við erindinu. Ekki er gert ráð fyrir því fjármagni sem óskað er eftir í fjárhagsáætlun Tómstunda- og æskulýðsnefndar fyrir árið 2015.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd er tilbúin að taka málið upp við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.

7.Öryggismál íþróttamannvirkja

Málsnúmer 201502037Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ræddi öryggismál í íþróttamannvirkjum Norðurþings. Nefndin leggur á það áherslu að öryggismál séu í lagi og öryggisreglum fylgt eftir. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa er falið að afla frekari upplýsinga um öryggismál íþróttamannvirkja og fylgja þeim eftir.

8.Heilsuárið 2015

Málsnúmer 201409041Vakta málsnúmer

Jóhanna Kristjánsdóttir sagði frá síðasta fundi nefndar um Heilsuárið 2015. Áhugi er fyrir því að fá aðila til að halda utan um verkefnið. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að formaður nefndarinnar fái það hlutverk að fylgja verkefninu eftir.
Nefndin óskar eftir því að Héðinn S. Björnsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis, verði fenginn til að kynna Heilsueflandi samfélag og málefni því tengt fyrir nefndinni. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

9.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 201401054Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings fór yfir málefni sviðsins.

Fundi slitið - kl. 15:25.