Fyrirspurn varðandi samning Skothúss við Norðurþings
Málsnúmer 201501059
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 129. fundur - 29.01.2015
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá stjórn Skotfélags Húsavíkur þar sem óskað er eftir að bæjarfélagið kaupi upp eftirstöðvar af 6 ára samningi sem gerður var við félagið árið 2013. Eftirstöðvar samnings eru um 2 mkr.
Bæjarráð vísar erindinu til afgeiðslu æskulýðs- og íþróttanefndar.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 39. fundur - 10.02.2015
Tómstunda- og æskulýðsnefnd getur því miður ekki orðið við erindinu. Ekki er gert ráð fyrir því fjármagni sem óskað er eftir í fjárhagsáætlun Tómstunda- og æskulýðsnefndar fyrir árið 2015.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd er tilbúin að taka málið upp við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd er tilbúin að taka málið upp við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 40. fundur - 14.04.2015
Tómstunda og æskulýðsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins 2015.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að ræða við fulltrúa SH.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að ræða við fulltrúa SH.