Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Fyrirspurn varðandi samning Skothúss við Norðurþings
Málsnúmer 201501059Vakta málsnúmer
2.Jökulsárhlaup, umsókn um styrk
Málsnúmer 201503098Vakta málsnúmer
Aðalsteinn Örn Snæþórsson formaður Félags um Jökulsárhlaup sækir um styrk frá Sveitarfélaginu Norðurþingi vegna framkvæmdar á Jökulsárhlaupi. Hlaupið verður haldið 8.ágúst næstkomandi.
Tómstunda og æskulýðsnefnd samþykkir að veita 100 þúsund kr til Jökulsárshlaupsins 2015.
Tómstunda og æskulýðsnefnd samþykkir að veita 100 þúsund kr til Jökulsárshlaupsins 2015.
3.Ungmennafélagið Leifur heppni sækir um styrk
Málsnúmer 201503110Vakta málsnúmer
Tómstunda og æskulýðsnefnd samþykkir að veita Ungmennafélaginu Leifi heppna 350.þúsund kr í starfsstyrk.
Nefndin felur tómstunda og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samstarfssamningi við Ungmennafélagið Leif heppna.
Nefndin felur tómstunda og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samstarfssamningi við Ungmennafélagið Leif heppna.
4.Vinnuskóli 2015
Málsnúmer 201504010Vakta málsnúmer
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti tilhögun Vinnuskóla Norðurþings 2015. Byggt verður á þeirri vinnutilhögun sem var sumarið 2014. Stefnt er að því að gera vinnuskólann sýnilegan samfélaginu með skapandi vinnu samhliða öðrum verkum. Einnig er stefnt að því að Tún verði opið í sumar sem félagsmiðstöð unglinga og munu flokksstjórar hafa umsjón með því starfi ásamt öðrum starfsmönnum Túns.
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 15.júní til 31.júlí.
Markmið vinnuskólans er m.a.: Fræðsla, grenndarvitund og staðarstolt. Efla meðvitund og vekja áhuga á nærumhverfi. Halda umhverfi vinnuskólans snyrtilegu.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að hækka laun nemenda vinnuskólans frá fyrra ári um 3,5%.
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 15.júní til 31.júlí.
Markmið vinnuskólans er m.a.: Fræðsla, grenndarvitund og staðarstolt. Efla meðvitund og vekja áhuga á nærumhverfi. Halda umhverfi vinnuskólans snyrtilegu.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að hækka laun nemenda vinnuskólans frá fyrra ári um 3,5%.
5.Fjárhagsáætlun 2015 - málaflokkur 06
Málsnúmer 201410053Vakta málsnúmer
Tómstunda og æskulýðsfulltrúi kynnti fjárhagsstöðu málaflokksins.
6.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa
Málsnúmer 201401054Vakta málsnúmer
Tómstunda og æskulýðsfulltrúi fór yfir helstu verkefni sviðsins að undanförnu.
Að loknum fundi var tómstunda og æskulýðsnefnd boðið að heimsækja Íþróttahöllina á Húsavík og Tún.
Fundi slitið - kl. 14:45.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að ræða við fulltrúa SH.