Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

33. fundur 02. september 2014 kl. 12:00 - 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Afrekssjóður Norðurþings

Málsnúmer 201404030Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að gerðar verði orðalagsbreytingar í texta reglugerðar um Afrekssjóð Norðurþings. Reglur sjóðsins haldast óbreyttar.Fella skal niður 5.lið í 9.grein er fjallar um sérákvæði vegna umsókna: "Ekki verður tekið við umsóknum vegna ferða/keppni sem þegar hafi farið fram".Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir styrkumsóknum í Afrekssjóðinn í september.

2.Mannvirkjastefna - hugmyndir að uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201408051Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að senda íþrótta- og tómstundafélögum í sveitarfélaginu bréf þess efnis að óskað verði eftir hugmyndum þeirra að forgangi uppbyggingar íþróttamannvirkja. Jafnframt leitað eftir áliti íbúa Norðurþings með netkönnun. Í framhaldi af þeirri vinnu yrði útbúin íþróttamannvirkjastefna fyrir sveitarfélagið.

3.Kynning á æskulýðsstarfssemi sveitarfélagsins Skagafjörður

Málsnúmer 201408052Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur það til að nefndarmenn heimsæki sveitarfélagið Skagafjörð og fái að kynnast starfsseminni og skipulagi tómstunda- og æskulýðsmála þar. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að skipuleggja ferð í Skagafjörðinn.

4.Fjármál málaflokks 06 - tómstunda- og æskulýðsmál

Málsnúmer 201404031Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir fjárhag málaflokksins og kynnti útkomu fyrstu 7 mánuði ársins. Reksturinn er í jafnvægi og skv. áætlun.

5.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 201401054Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir verkefni sviðsins.

Fundi slitið - kl. 14:00.