Skotfélag Húsavíkur sækir um byggingarleyfi fyrir nýtt aðstöðuhús á svæði félagsins að Vallmóum
Málsnúmer 201404005
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 116. fundur - 23.04.2014
Óskað er eftir leyfi til að byggja nýtt aðstöðuhús á svæði félagsins að Vallmóum. Um er að ræða 48 m² timburhús sem teiknað er af Almari Eggertssyni hjá Faglausn. Húsið verði klætt að utan með bárujárni og timbri. Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhugaða byggingu í samræmi við áður kynntar hugmyndir og heimilar því byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.