Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnisvinnslu úr námu RHN-1c, vegna vegagerðar á Reykjaheiði
Málsnúmer 201404041
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 116. fundur - 23.04.2014
Óskað er eftir leyfi til efnisvinnslu úr nýrri efnisnámu E38 skv. umfjöllun hér að ofan. Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um kynningu á breytingu á matsskyldri framkvæmd frá febrúar 2014. Greinargerðin innifelur m.a. ítarlega framkvæmdalýsingu vegna efnistökunnar. Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að farið verði eftir þeim áformum sem sett eru fram í greinargerð um umgang svæðis meðan á vinnslu stendur og frágang þess í verklok til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum efnistökunnar til frambúðar. Nefndin telur að rask á jarðmyndunum, gróðri og fuglalífi verði óverulegt vegna efnistökunnar. Nefndin telur að í þeirri aðalskipulagsbreytingu sem er komin í ferli sé gerð nægileg grein fyrir framkvæmdinni og að ekki þurfi að koma til deiliskipulag efnisvinnslunnar.Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni þegar aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest.
Bæjarstjórn Norðurþings - 35. fundur - 29.04.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir leyfi til efnisvinnslu úr nýrri efnisnámu E38 skv. umfjöllun hér að ofan. Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um kynningu á breytingu á matsskyldri framkvæmd frá febrúar 2014. Greinargerðin innifelur m.a. ítarlega framkvæmdalýsingu vegna efnistökunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að farið verði eftir þeim áformum sem sett eru fram í greinargerð um umgang svæðis meðan á vinnslu stendur og frágang þess í verklok til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum efnistökunnar til frambúðar. Nefndin telur að rask á jarðmyndunum, gróðri og fuglalífi verði óverulegt vegna efnistökunnar.
Nefndin telur að í þeirri aðalskipulagsbreytingu sem er komin í ferli sé gerð nægileg grein fyrir framkvæmdinni og að ekki þurfi að koma til deiliskipulag efnisvinnslunnar. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni þegar aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að farið verði eftir þeim áformum sem sett eru fram í greinargerð um umgang svæðis meðan á vinnslu stendur og frágang þess í verklok til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum efnistökunnar til frambúðar. Nefndin telur að rask á jarðmyndunum, gróðri og fuglalífi verði óverulegt vegna efnistökunnar.
Nefndin telur að í þeirri aðalskipulagsbreytingu sem er komin í ferli sé gerð nægileg grein fyrir framkvæmdinni og að ekki þurfi að koma til deiliskipulag efnisvinnslunnar. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni þegar aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.