Jan Klitgaard f.h Norðurþings sækir um leyfi til að rífa bílskúr sem stendur austan við Kvíabekk
Málsnúmer 201404049
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 116. fundur - 23.04.2014
Óskað er eftir leyfi til að rífa bílskúrinn sem stendur austan við Kvíabekk í Skrúðgarðinum. Fyrirhugað er að endurbyggja torfhúsin sem þar stóðu áður. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir niðurrif bílskúrsins og fagnar því framtaki að eldri torfhús verði endurbyggð.