Fara í efni

Stefán Guðmundsson f.h. Gentle Giants-Hvalaferða ehf. óskar eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir eldhús Pallsins

Málsnúmer 201404071

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 116. fundur - 23.04.2014

Með tölvupósti dags. 23. apríl 2014 óska Stefán Guðmundsson, Völundur Snær Völundarson og Þóra Sigurðardóttir eftir að skipulags- og byggingarnefnd heimili eða mæli með áframhaldandi starfsemi Pallsins í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár og þar til annað kemur í ljós. Skipulags- og byggingarnefnd er ekki leyfisveitandi rekstrarleyfa. Nefndin hefur í tvígang á síðustu fundum fjallað um þann litla skúr sem notaður hefur verið undir eldhús á þaki Hafnarstéttar 7 og hafnað áframhaldandi stöðuleyfi. Það hús er ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags og stenst ekki kröfur byggingarreglugerðar um gæði atvinnuhúsnæðis. Nefndin telur því ekki forsendur fyrir endurnýjun stöðuleyfis fyrir því húsi undir atvinnurekstur.