Fara í efni

Nordik lögfræðiþjónusta f.h. Grænur ehf., áður Barmur ehf. sendir inn álitsgerð vegna sölu á fiskiskipinu Sigrúnu Hrönn ÞH

Málsnúmer 201406033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 108. fundur - 26.06.2014

Fyrir bæjarráði liggur álitsgerð og yfirlýsing frá Nordik lögfræðiþjónustu f.h. Grænur ehf. vegna sölu á félaginu Grænur ehf. til GSA Útgerð ehf. Fram kemur að í ljósi þess að fyrir liggur að allir hlutir í félaginu Grænur ehf. muni verða seldir GSA Útgerð ehf. og að línubáturinn Sigrún Hrönn ÞH-36 (2736) auk krókaflahlutdeildar muni vera til staðar í félaginu við afhendingu umræddra hluta, lýsa kaupendur því yfir að ekki sé verið að færa umrætt fiskiskip út úr sveitarfélaginu með framangreindum kaupum. Bæjarráð telur svör og staðfestingar fullnægjandi.