Fara í efni

EFS óskar eftir að fram fari umræða í sveitarstjórnum um tilhögun á fjármálastjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 201406047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 108. fundur - 26.06.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem óskað er eftir umræðu í bæjarstjórn um tilhögun á fjármálastjórn sveitarfélagsins. Fram kemur í erindinu að dagleg usmjón með fjármálum sveitarfélags er í höndum sveitarstjóra og fjármálastjóra og á reglulega að fara yfir samanburð milli bókhalds og fjárhagsáætlunar og gera grein fyrir frávikum. Sveitarstjórn ber ábyrgð á fjármálum sveitarfélags og því mikilvægt að sveitarstjórn fari yfir og fjalli sérstaklega um þróun og stöðu fjármála sveitarfélagsins með reglubundnum hætti, a.m.k. tvisvar á ári fyrir þau minnstu og upp í mánaðarlega fyrir þau stærri. Þannig er sveitarstjórn á hverjum tíma upplýst um þróun fjármálanna, samanburð við fjárhagsáætlun og útskýringar á frávikum ef eru. Rétt er að ítreka ákvæði 62. gr. sveitarstjórnarlaga en þar semgir meða annars að fjárhagsáætlun sé bindandi ákvörðun um allar fjárhagslegar ráðstafanir sveitarfélags á því ári sem hún tekur til.Það er vilji EFS að í kjölfar fyrirliggjandi bréfs skapist umræður í sveitarstjórn um tilhögun viðkomandi sveitarstjórnar á fjármálastjórninni og leiðum til endurskoðunar á verklagi við fjármálastjórn m.a. með því að sveitarstjórnir kynni sér hvernig aðrir haga sínu eftirliti. EFS hvetur í þessum efnum til frekari umræðu við endurskoðanda sveitarfélagsins þar sem hlutverk hans skv. 3. mgr. 72. gr. laga 138/2011 er m.a. að kanna "hvort almenn stjórnsýsla sveitarfélagsins og einstakra ákvarðana af hálfu þess eru í samræmi við reglur um fjármál sveitarfélags, ábyrga fjármálastjórn og upplýsingaskyldu...".Vakni spurningar um einhver atriði bréfsins eru sveitarstjórnir hvattar til að hafa samband við starfsmann nefndarinnar til frekari upplýsingar. EFS óskar eftir því að bréf þetta verið lagt fyrir fund sveitarstjórnar til frekari umræðu. Lagt fram til kynningar.