Varðandi verkefnið, Raufarhöfn áfangastaður ferðamanna allt árið
Málsnúmer 201406067
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 108. fundur - 26.06.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Kristjáni Þ. Halldórssyni f.h. verkefnisins, Raufarhöfn áfangastaður ferðamanna allt ári. Fram kemur í erindinu að ráðningartími verkefnastjóra Byggðastofnunar á Raufarhöfn er senn að ljúka og því óskað eftir úrlausn frá verkefninu. Einnig kemur fram að verkefnið hlaut um 25 mkr. úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á árinu 2013. Mótframlag umsækjanda þ.e. Norðurþings var einkum fólgið í ráðstöfun fjármuna úr bótasjóði SR - lóðar en sú vinna hefur lítt farið af stað. Mikilvægt er að vinna við verkefnið haldi áfram eins og áætlanir gera ráð fyrir og því er hvatt til þess að sveitarfélagið fari yfir alla þætti málsins og marki stefnu um framhaldið. Bæjarráð þakkar Kristjáni Þ. Halldórssyni vel unnin störf og samykkir úrlausn hans sem verkefnastjóra verkefnisins. Fjármálastjóra í samvinnu við framkvæmdastjóra AÞ falið að fylgja málinu eftir þannig að tryggt sé að þeir fjármunir sem í verkið voru ætlaðir skili sér.