Efla hf. f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir vatns-, frá- og rafveitu fyrir ferðamannaaðstöðu við Dettifoss að vestan
Málsnúmer 201406070
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 118. fundur - 01.07.2014
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna vatnsveitu, rafveitu með vindmyllu og sólarsellum fyrir ferðamannaðstöðu við Dettifoss að vestanverðu. Veitur munu þjóna ferðamannaaðstöðu við Dettifoss. Meðfylgjandi erindi eru teikningar af fyrirhuguðum mannvirkjum. Fyrirhuguð veitumannvirki eru í samræmi við samþykkt deiliskipulag á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarráð að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð Norðurþings - 109. fundur - 03.07.2014
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 118. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Afgreiðsla bæjarráðs er í umboði bæjarstjórnar. Eftirfarandi er afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar: Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna vatnsveitu, rafveitu með vindmyllu og sólarsellum fyrir ferðamannaðstöðu við Dettifoss að vestanverðu.
Veitur munu þjóna ferðamannaaðstöðu við Dettifoss. Meðfylgjandi erindi eru teikningar af fyrirhuguðum mannvirkjum.Fyrirhuguð veitumannvirki eru í samræmi við samþykkt deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.
Veitur munu þjóna ferðamannaaðstöðu við Dettifoss. Meðfylgjandi erindi eru teikningar af fyrirhuguðum mannvirkjum.Fyrirhuguð veitumannvirki eru í samræmi við samþykkt deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.