Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar erindi frá Gunnlaugi Stefánssyni vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Bæjarráð Norðurþings ítrekar andstöðu sína og harmar setningu reglugerðar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Fyrirhuguð sameining er í mikilli andstöðu við vilja íbúa á svæðinu. Ráðherra ætlar að keyra málið í gegn án samráðs við heimamenn og án allra tilrauna til að gera íbúum grein fyrir ávinningi sameiningarinnar. Bæjarráð brýnir fyrir stjórnvöldum að hlusta á og virða vilja íbúa við setningu laga- og reglugerða. Einnig leggur bæjarráð áherslu á að samráð skuli ekki eingöngu vera í orði heldur líka á borði. Bæjarráð bendir á að Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefur um árabil byggt upp sérhæfða þjónustu ólíkra byggðarlaga í Þingeyjarsýslum á víðfemu og samgöngulega erfiðu svæði. Þá hefur Dvalarheimilið Hvammur verið samrekið með Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Bæjarráð Norðurþings ítrekar andstöðu sína og harmar setningu reglugerðar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Fyrirhuguð sameining er í mikilli andstöðu við vilja íbúa á svæðinu.
Ráðherra ætlar að keyra málið í gegn án samráðs við heimamenn og án allra tilrauna til að gera íbúum grein fyrir ávinningi sameiningarinnar. Bæjarráð brýnir fyrir stjórnvöldum að hlusta á og virða vilja íbúa við setningu laga- og reglugerða. Einnig leggur bæjarráð áherslu á að samráð skuli ekki eingöngu vera í orði heldur líka á borði.
Bæjarráð bendir á að Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefur um árabil byggt upp sérhæfða þjónustu ólíkra byggðarlaga í Þingeyjarsýslum á víðfemu og samgöngulega erfiðu svæði. Þá hefur Dvalarheimilið Hvammur verið samrekið með Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.