PCC BakkiSilicon hf., lóðasamningur vegna vinnubúða
Málsnúmer 201407059
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 110. fundur - 17.07.2014
Fyrir bæjarráði liggja drög að lóðasamningi milli Norðurþings og PCC BakkiSilicon hf. vegna vinnubúða sem reistar verða í landi Bakka vegna framkvæmda á uppbyggingu kísílmálmverksmiðju fyrirtækisins. Í samningnum eru eftirfarandi efnisatriði tekin fyrir: skilgreiningar, leiga lóðar, byggingarleyfisgjöld, gatnagerðagjöld, fasteignaskattur, rekstrarlok, lög sem gilda um deilumál, óviðráðanleg atvik, samningstími, gildir textar, framsal, breytingar og endurskoðun, tilkynningar, ýmis ákvæði, gildistökuskilyrði og sjálfstætt gildi ákvæða. Auk þess eru 5 viðaukar sem eru m.a. lóðakort, uppdráttur, deiliskipulag, vottorð úr fasteignaskrá og þarfagreining varðandi vegi. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.
Bæjarráð Norðurþings - 153. fundur - 01.10.2015
Fyrir bæjarráði liggur samningur um vinnubúðalóð við PCC til samþykktar
Garðar Garðarsson kynnti samninginn. Bæjarráð samþykkir samninginn.