Hjartað í Vatnsmýri-Athugasemdir við auglýstar breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda
Málsnúmer 201408014
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 113. fundur - 21.08.2014
Afrit af bréfi til Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar frá félaginu Hjartað í Vatnsmýrinni. Þar eru gerðar athugasemdir við auglýstar breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda.Í bréfinu er því harðlega mótmælt að flugbraut 06/24 verði lokað og farið yfir mikilvægi þess að Reykjavíkurflugvöllur haldi hlutverki sínu óbreyttu. Félagið ítrekar athugasemdir sínar um að Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 - 2030 verði þegar tekið til raunhæfrar endurskoðunar, að núverandi tillaga að Deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar verði afturkölluð og að núverandi tillaga að deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins verði afturkölluð og breytt.Lagt fram til kynningar