Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 119
Málsnúmer 1408002Vakta málsnúmer
Fundargerðin staðfest án umræðu
2.Erindi frá Framfarafélagi Öxarfjarðar v/ÁTVR
Málsnúmer 201408017Vakta málsnúmer
Framfarafélag Öxarfjarðar segir áhuga hjá stjórnendum ÁTVR að leigja aðstöðu í hluta verslunarhúsnæðisins á Kópaskeri og opna þar vínbúð. Muni það styrkja rekstrargrundvöll verslunarinnar, bæta þjónustu við íbúa, farandverkafólk og sívaxandi fjölda ferðamanna á svæðinu .Í framhaldi af viðræðum við Ívar J Arndal forstjóra ÁTVR óskar félagið eftir því við sveitastjórn að hún sendi formlegt erindi til forstjóra ÁTVR með beiðni um að opnuð verði vínbúð á Kópaskeri. Bæjarráð Norðurþings setur sig ekki upp á móti opnun áfengisútsölu á Kópaskeri og bendir ÁTVR á að senda inn formlegt erindi þar um
3.Hjartað í Vatnsmýri-Athugasemdir við auglýstar breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda
Málsnúmer 201408014Vakta málsnúmer
Afrit af bréfi til Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar frá félaginu Hjartað í Vatnsmýrinni. Þar eru gerðar athugasemdir við auglýstar breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda.Í bréfinu er því harðlega mótmælt að flugbraut 06/24 verði lokað og farið yfir mikilvægi þess að Reykjavíkurflugvöllur haldi hlutverki sínu óbreyttu. Félagið ítrekar athugasemdir sínar um að Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 - 2030 verði þegar tekið til raunhæfrar endurskoðunar, að núverandi tillaga að Deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar verði afturkölluð og að núverandi tillaga að deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins verði afturkölluð og breytt.Lagt fram til kynningar
4.Ósk um að Norðurþing tilnefni stjórnarmann í stjórn Hvalasafnins á Húsavík SES
Málsnúmer 201408026Vakta málsnúmer
Bæjarráð tilnefnir Guðbjart Ellert Jónsson sem fulltrúa Norðurþings í stjórn Hvalasafnsins
5.Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2014
Málsnúmer 201408034Vakta málsnúmer
;Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2014 verður haldinn þann 27. ágúst í fundarsal Framsýnar, Garðarsbraut 26, Húsavík.Lagt fram til kynningar
6.Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar
Málsnúmer 201406081Vakta málsnúmer
Eftirfarandi var bókað á 119. fundi Skipulags- og byggingarnefndar;Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 sem fælist í um 2 ha landfyllingu innan hafnar.Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að hafnarnefnd fer með skipulagsvald á hafnarsvæðinu. Hennar þarf því að geta í skipulagslýsingu.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita umsagna um skipulagslýsinguna með breytingum hjá lögboðnum umsagnaraðilum sem og kynna hana fyrir almenningi skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð samþykkir tillögu Skipulags- og byggingarnefndar
7.Steinþór Heiðarsson f.h. Tjörneshrepps óskar eftir leyfi til lagningar ljósleiðara frá Auðbrekku að Reyðará
Málsnúmer 201408012Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings leggur til við bæjarráð að Tjörneshreppi verði heimilað að leggja ljósleiðarastreng um land Norðurþings. Nefndin telur þó heppilegra að leggja strenginn austan við iðnaðarsvæðið á Bakka heldur en um veghelgunarsvæði.Bæjarráð samþykkir afgreiðslu Skipulags- og byggingarnefndar
Fundi slitið - kl. 16:00.