Flókahús á Húsavík
Málsnúmer 201408055
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014
Faglausn hefur unnið ástandsmat og kostnaðaráætlun vegna leka á bakhlið Flókahúss. Nefndin ákveður að fara ekki í endurbætur á húsnæðinu, felur umsjónarmanni fasteigna að segja upp leigusamningi og setja húsið í söluferli. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að auglýsa húsið til sölu. Tilboðsgjöfum verði gert að skila inn tillögum að útliti og hönnun hússins. Þær skulu taka mið af skipulagi og ásýnd svæðisins. Jafnframt verði sett fram tímasett áætlun um framkvæmdir ásamt verðtilboðum. Undir þessum lið sat Guðbjartur Ellert Jónsson, starfandi umsjónarmaður fasteigna Norðurþings.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014
Málið var tekið fyrir á síðasta fundi en yfirfarið aftur nú í ljósi nýrra upplýsinga. Þar sem Flókahús og Helguskúr standa saman á lóðinni Hafnarstétt 13-15 er það mat skipulags- og byggingarfulltrúa að ekki sé físilegt að selja húsið við þær aðstæður. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa að afla frekari gagna um húsið.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.