Móttaka skemmtiferðaskipa meðan á framkvæmdum stendur við Bökugarð
Málsnúmer 201409107
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014
Vegna fyrirspurna frá ferðaþjónustuaðilum um móttöku skemmtiferðaskipa meðan á framkvæmdum stendur vegna uppbyggingar á Bakka funduðu formaður nefndarinnar, hafnarstjóri, yfirhafnarvörður og verkefnisstjóri vegna uppbyggingar á Bakka um málið.Mat þeirra var að ekki væri hægt að ábyrgjast bryggjupláss fyrir skemmtiferðaskip sumarið 2016 en það ætti að vera í lagi sumarið 2015. Framkvæmda- og hafnanefnd telur rétt metið að ekki sé raunhæft að taka á móti skemmtiferðaskipum við Bökugarð sumarið 2016 m.v. núverandi áform um uppbyggingu á Bökugarði.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 47. fundur - 10.12.2014
Fyrir fundinum lá álit frá Vegagerðinni vegna fyrirspurnar frá sveitarfélaginu um möguleika á að skemmtiferðaskip geti notað Bökugarð sumarið 2016.