Fara í efni

Umferð við Litlagerði 5

Málsnúmer 201410026

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014

Svanhildur Jónsdóttir og Tómas Jónsson, eigendur og íbúar í Litlagerði 5, hafa sent sveitarfélaginu erindi þar sem óskað er eftir úrbótum vegna umferðarhraða í Þverholti og hávaða hans vegna. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að finna heppilega lausn í samráði við lóðarhafa.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 61. fundur - 19.08.2015

Nefndin fór yfir málið og þær upplýsingar sem fyrir liggja um mögulegar lausnir varðandi umferðarhraða og hávaða hans vegna á Húsavík.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að senda veghaldara erindi um aðgerðir til að draga úr hraða og hljóðmengun.