Fjárrétt fyrir Fjallskiladeild Norðurþings, Húsavík
Málsnúmer 201410046
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014
Fjáreigendafélag Húsavíkur óskar eftir fundi með framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings um framtíðaruppbyggingu á fjárrétt í Húsvíkurdeild.Núverandi deild er í landi Bakka sem skipulagt hefur verið undir iðnaðarsvæði. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu um að fjárrétt rísi við Tröllakot og sveitarfélagið leggi til efni en fjáreigendur reisi réttina sjálfir.Þessi tilflutningur er nauðsynlegur vegna fyrirhugaðrar iðnaðaruppbyggingar á Bakka.