Fara í efni

Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri

Málsnúmer 201501071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 130. fundur - 05.02.2015

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá LSS um endurgreiðsluhlutfall á greiddum lífeyri lífeyrisþega í fyrrum lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar í B - deild LSS haldist óbreytt fyrir árið 2015.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði samþykkt.

Bæjarstjórn Norðurþings - 45. fundur - 17.02.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 130. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði samþykkt.
Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.