Framkvæmdir á Bakka, framkvæmdir á og við lóð PCC og vinnubúða
Málsnúmer 201502062
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 131. fundur - 12.02.2015
Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar og afgreiðslu samþykki fyrir fjárveitingu á kostnaði við hönnun og verklýsingu fyrir vegtengingar á Bakka.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 2 mkr. en mikilvægt er að ljúka þessu verki sem fyrst.
Annars vegar er um að ræða bráðabirgðavegtengingu frá þjóðvegi að vinnubúðalóð og iðnaðarlóð PCC á uppbyggingartíma. Gert er ráð fyrir verulegum efnisflutningi til og frá iðanaðarlóð PCC um þessa tengingu á uppbyggingartíma og mikilvægt að lágmarka veghalla eins og kostur er, auk þess sem aðgengi að vinnubúðalóðum þarf að vera til staðar.
Hins vegar þegar líður að lokum uppbyggingar iðjuvers PCC minnkar þörfin fyrir vegtengingu að vinnubúðalóðum og neðra aðgenginu yfir Bakkaá. Þá er áætlað að efri vegtenging yfir ána verði kláruð og muni í framtíðinni vera aðalaðkoma starfsfólks að iðnaðarlóð PCC.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 2 mkr. en mikilvægt er að ljúka þessu verki sem fyrst.
Annars vegar er um að ræða bráðabirgðavegtengingu frá þjóðvegi að vinnubúðalóð og iðnaðarlóð PCC á uppbyggingartíma. Gert er ráð fyrir verulegum efnisflutningi til og frá iðanaðarlóð PCC um þessa tengingu á uppbyggingartíma og mikilvægt að lágmarka veghalla eins og kostur er, auk þess sem aðgengi að vinnubúðalóðum þarf að vera til staðar.
Hins vegar þegar líður að lokum uppbyggingar iðjuvers PCC minnkar þörfin fyrir vegtengingu að vinnubúðalóðum og neðra aðgenginu yfir Bakkaá. Þá er áætlað að efri vegtenging yfir ána verði kláruð og muni í framtíðinni vera aðalaðkoma starfsfólks að iðnaðarlóð PCC.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um framkvæmdafé til hönnunar og verklýsingu fyrir vegtengingu á Bakka, enda verði fjármagnið tekið af framkvæmdafé samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2015 þar til gatnagerðagjöld hafi verið greidd.
Bæjarráð Norðurþings - 133. fundur - 05.03.2015
Fyrir bæjarráði liggur annars vegar minnisblað þar sem fram koma upplýsingar um stöðu á útboðum vegna ganga- og vegagerðar vegna Bakka og hins vegar erindi frá Siglingasviði Vegagerðarinnar þar sem sveitarfélaginu er boðin aðkoma að útboði á stálþili vegna lengingar á Bökugarði.
Í ljósi framgangs Bakkaverkefnisins telur bæjarráð Norðurþings brýnt að Vegagerðin fái heimild nú þegar til þess að bjóða út vega- og gangagerð í tengslum við verkefnið. Bæjarstjóra er falið að koma formlegu erindi þess efnis á framfæri við stjórnvöld.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 60. fundur - 07.07.2015
Pétur Vopni Sigurðsson frá OH ohf. og Snæbjörn Sigurðarson verkefnisstjóri fóru yfir stöðu mála er varðar uppbygginguna á Bakka; framkvæmdir sveitarfélagsins eins og staðan er í dag, sem og tímaáætlanir fyrir þær framkvæmdir sem eftir eru á og við iðnaðarlóð PCC á Bakka.
Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar fyrir kynninguna.