Fannar Þorvaldsson f.h. Rifós hf. og Fiskeldi Haukamýrar ehf., óskar eftir því að bæjarstjórn Norðurþings mótmæli gerð fjárfestingasamnings milli Matorku ehf. og ríkisstjórnar Íslands
Málsnúmer 201503058
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 135. fundur - 26.03.2015
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Fannari Helga Þorvaldssyni, f.h. Rifós hf. og Fiskeldi Hauksmýrar ehf. þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn komi á framfæri mótmælum við ráðherra og þingmenn vegna fjárfestingasamnings ríkisstjórnarinnar við Matorku ehf.
Bæjarráð fagnar því sem fram kemur í fjárfestingasamningi ríkisstjórnar Íslands og Matorku að "ríkisstjórn Íslands hafi einsett sér að auka nýfjárfestingar sem stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi og jákvæðum efnahagslegum áhrifum á byggðaþróun og þjóðarbúið í heild sinni". Í sveitarfélaginu Norðurþingi er fiskeldi ein af mikilvægum stoðum atvinnulífsins. Þetta á við um fyrirtæki á og við Húsavík þar sem Fiskeldið í Haukamýri og Norðurlax eru starfrækt, en ekki síður í dreifðum byggðum í norðurhluta Þingeyjarsýslu þar sem fyrirtækin Rifós og Silfurstjarnan starfa. Bæjarráð vekur athygli á mikilvægi þess að samkeppnishæfni þessara mikilvægu fyrirtækja sé ekki skert og jafnræðis gætt í byggðatengdum aðgerðum sem þessum.