Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

135. fundur 26. mars 2015 kl. 15:00 - 21:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Soffía Helgadóttir 3. varamaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson varamaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon Bæjarstjóri
Dagskrá

1.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 166. mál til umsagnar

Málsnúmer 201503082Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Endurfjármögnun lána Norðurþings

Málsnúmer 201503103Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk um heimild til endurfjármögnunar hluta af lánum Norðuþings með sölu á útgefnum skuldabréfum skráðum hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Um er að ræða lán sem standa í um 200 milljónir kr en markmið endurfjármögnunarinnar er að lengja í lánum og lækka fjármagnskostnað.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni.

3.Umboð til handa nýjum fjármálastjóra Norðurþings

Málsnúmer 201503100Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja umsóknir um aðgang að Fyrirtækjabanka á islandsbanki.is fyrir notandann Gunnlaug Aðalbjarnarson kt. 270366-3179 og umboð fyrir sama aðila til úttektar af öllum reikningum Norðurþings kt 640169-5599 hjá Íslandsbanka. Jafnframt afturköllun umboðs Guðbjarts Ellerts Jónssonar á úttekt og upplýsingaöflunar á ofangreindum reikningum.
Bæjarráð samþykkir og veitir Gunnlaugi Aðalbjarnarsyni kt. 270366-3179 prókúru fyrir reikningum sveitarfélagsins. Gildistaka er frá 1. apríl 2015 og er ótímasett. Jafnframt afturkallar bæjarráð umboð og prókúru sem Guðbjartur Ellert Jónsson hefur haft frá og með sama tíma.

4.Norðurhjaraverkefnið

Málsnúmer 201412052Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi bæjarráðs þar sem verkefni og starfsemi Norðurhjara var kynnt. Í afgreiðslu bæjarráðs var fjármálastjóra falið að taka saman upplýsingar um heildarframlög sveitarfélagsins til ferðamála og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Á 133. fundi bæjarráðs voru lagrðar fram ofangreindar upplýsingar. En heildar styrkir og framlög fyrir árið 2014 námu um 13 mkr. Norðurhjari fékk ekki styrk eða rekstrarframlag á árinu 2014.

Bæjarráð telur þarft að skerpa framtíðarsýn sveitarfélagins varðandi þátttöku þess í markaðs- og þróunarmálum svæðisins. Bæjarstjóra er falið að boða fund Norðurþings með forsvarsfólki Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Norðurhjara, Húsavíkurstofu og eftir atvikum fleiri aðilum sem koma að þessum málum. Afgreiðsla erindis Norðurhjara er frestað.
Bæjarráð samþykkir framlagða styrkbeiðni að upphæð 1,5 mkr fyrir árið 2015.

5.Málefni Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 201503097Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Óla og Friðrik til Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Óli og Friðrik leggja fram eftirfarandi minnisblað til Orkuveitu Húsavíkur ohf.

1. Erlent lán OH
Fyrir liggur að Orkuveita Húsavíkur skuldar háa fjárhæð í erlendu láni. Kúlulán með lágum vöxtum, að mestu í Evrum. Kostir og gallar þessa fyrirkomulags eru þekktir, bæði áhætta og ávinningur. Nú undanfarið hafa komið fram nýjar aðstæður í ytra umhverfi. Þessar helstar:
Gengi Evru hefur lækkað hratt og hefur ekki verið lægra um árabil (147,5 kr. þann 11/3)
Allt bendir til þess að gengishöftum verði aflétt í áföngum á næstunni. Óvissa ríkir um hagræn áhrif þessa bæði til skemmri og lengri tíma, m.a. á gengi.

Í ljósi þessa er því vinsamlegast beint til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur að nú þegar verði gripið til eftirfarandi aðgerða:
Leitað ráðgjafar utanaðkomandi aðila (viðskiptabanka eða verðbréfaráðgjafa) um valkosti OH til að draga úr áhættu (skuldbreyting, gjaldeyriskaup og/eða aðrar leiðir)
lagðir verði fram valkostirnir fyrir stjórn OH ásamt mati ráðgjafans sem fyrst og þeir einnig kynntir eiganda OH haft verið samráð við eiganda um aðgerðir (m.t.t. ofangreindra valkosta)

2. Skrifstofa/afgreiðsla OH

Við teljum mikilvægt að auka samstarf OH við aðra starfsemi Norðurþings, bæði faglega vinnu, fjárhagslegan rekstur og hagnýta þætti.
Skoðaðir verði möguleikar á samnýtingu starfskrafta OH og annarrar starfsemi Norðurþings við framkvæmdastjórn, skrifstofurekstur og faglega vinnu.
Hafinn verði undirbúningur þess að flytja afgreiðslu og skrifstofu OH frá núverandi húsnæði við Vallholtsveg inn í stjórnsýsluhús Norðurþings við Ketilsbraut.
Núverandi skrifstofuhúsnæði verði ekki selt nema í samráði við Norðurþing vegna skipulagsmála sem kunna að tengjast lóðinni.



3. Hitaveita í Kelduhverfi

Reglulega hafa íbúar og rekstraraðilar samband við sveitarfélagið vegna mögulegs stuðnings sveitarfélagsins við uppbyggingu á hitaveitu í Kelduhverfi.
Óskað er eftir því að stjórn OH útbúi minnisblað um stöðu mála á hitaveitu í Kelduhverfi ásamt tillögum að úrlausnum og eða næstu skrefum.

4. Ljósleiðaravæðing í dreifbýli í Norðurþingi

Ljóst er að löngu tímabært er orðið að ljósleiðaravæða dreifbýlið í Norðurþingi. Nýverið sátu fulltrúar Norðurþings og OH fund með fulltrúum Ískrafts, Radíóvers og Austufirskra verktaka sem hafa séð um ljósleiðaravæðingu í nokkrum sveitum landsins. Fulltrúar Norðurþings eru áhugasamir um að verkefnið verði skoðað frekar. Fram kom í umræðum á fundinum að OH væri nú þegar rekstraraðili á ljósleiðara og þyrfti væntanlega að stofna sérstakt félag um þann rekstur hvort sem af þessu verkefni yrði eða ekki.
Vísað er til minnisblaðs sem Pétur Vopni Sigurðsson (PVS) starfsmaður Orkuveitu Húsavíkur vann vegna fundarins.
Í ljósi þessa er því vinsamlegast beint til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur að starfsmönnum OH verði falið að undirbúa verkefnið:
Stofnað verði sérstakt félag OH um rekstur ljósleiðara í Norðurþingi
Undirbúnir verði samningar við landeigendur í Reykjahverfi
Kannaður verði vilji íbúa og fyrirtækja í Reykjahverfi með þáttöku
Fullbúin kostnaðaráætlun verði útbúin fyrir verkefnið
Staðfest verði að ríkisvaldið sé tilbúið að leggja fram fjármuni til verkefnissins (alþjónustusjóður/fjarskiptasjóður)
Unnin verði áfram frekari drög í samstarfi við ofangreinda aðila að ljósleiðaravæðingu á austursvæði Norðurþings.
Beðið verði með endanlega ákvörðun um verkefnið þar til fyrir liggur á vorþingi með frekari aðkomu ríkisvaldsins að ljósleiðaravæðingu á landsbyggðinni.

Bæjarstjóra falið að koma erindi á framfæri. Soffía situr hjá við afgreiðslu erindisins.

6.Gunnlaugur Stefánsson segir sig úr stjórn Orkuveitu Húsavíkur ofh.

Málsnúmer 201503093Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Gunnlaugi Stefánssyni stjórnarmanni og stjórnarformanni Orkuveitu Húsavíkur þar sem hann segir sig úr stjórn Orkuveitunnar.
Soffía leggur fram eftirfarandi bókun sem er úr fundargerð Orkuveitu Húsavíkur ohf.:
"Í 11. grein samþykkta Orkuveitu Húsavíkur ohf. er skýrt kveðið á um að hluthafafundur er æðsta vald félagsins. Í 16. grein samþykktanna er síðan kveðið á um að á milli hluthafafunda stýrir stjórn félagsins öllum málefnum þess og gætir hagsmuna þess gagnvart þriðja aðila.
Í ljósi minnisblaðs frá meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings dagsettu 13. mars 2015 og annarra tilfella þar sem sömu aðilar hafa afskipti beint og óbeint í verkefni stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. mun ég segja af mér sem stjórnarformaður og úr stjórn félagsins að loknum þessum fundi.
Þessi afskipti í starf félagsins á undanförnum mánuðum eru fordæmalausar og með öllu óásættanlegar.
Skylda mín og ábyrgð sem stjórnarformanns er að halda rekstri félagsins í góðu horfi í samræmi við stefnu, lög, reglur og áætlanir félagsins.
Ég get ekki sinnt hlutverki mínu sem stjórnarformaður við þessar aðstæður.
Ég óska starfsmönnum velfarnaðar og þakka þeim gott starf í þágu Orkuveitu Húsavíkur ohf. Einnig þakka ég samstarfsmönnum mínum í stjórn fyrir samstarfið.

Gunnlaugur Stefánsson".

Friðrik og Óli vilja þakka Gunnlaugi Stefánssyni kærlega fyrir störf hans í þágu Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Kjartan óskar bókað:
Ég hvet bæjarráð og alla bæjarfulltrúa til að virða skipurit og lýðræðislega vinnuferla sem eru til staðar hjá Norðurþingi. Einn og sér hefur meirihluti bæjarstjórnar ekkert sjórnsýslulegt gildi, ekki frekar en bæjarfulltrúar einir og sér.


7.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2015

Málsnúmer 201502079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 171. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 4. mars 2015
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ólafi Héðinssyni

Málsnúmer 201503092Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi til handa Ólafi Héðinssyni, til sölu gistingar í íbúð að Grundargarði 6
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

9.Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 10. mars sl.

Málsnúmer 201503089Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 10. mars 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundagerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra ásamt áætlun 2015

Málsnúmer 201503008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 4. og 5. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra ásamt fjárhagsáætlun ársins 2015. Erindið var tekið fyrir á þar síðasta fundi bæjarráðs en frestað. Jafnframt var óskað eftir að framkvæmdastjóri Hvamms mætti á fund bæjarráðs til að fara yfir og kynna málefni dvalarheimilisins. Á síðasta fund bæjarráðs mætti framkvæmdastjóri DA, Jón Helgi Björnsson og fór yfir og kynnti rekstur og starfsemi DA.
Erindinu frestað til næsta fundar.

11.Fulltrúar Landsvirkjunar mæta á fund bæjarráðs

Málsnúmer 201503080Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar frá Landsvirkjun og ræddu stöðu verkefnisins á Bakka
Á fund bæjarráðs mættu Valur Knútsson, Jóna Bjarnadóttir og Einar Erlingsson frá Landsvirkjun og fóru þau yfir og kynntu áform og verkefni Landsvirkjunar á Þeistareykjum sem liggja fyrir.

Bæjarráð þakkar fulltrúum Landsvirkjunar fyrir greinargóða kynningu.

12.Saman hópurinn, ósk um fjárstuðning

Málsnúmer 201503079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá SAMAN hópnum vegna forvarnarstarfs hópsins á árinu 2015
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

13.Útgarður 4, verðmat á íbúðum

Málsnúmer 201503068Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Leigufélagi Hvamms ehf. þar sem þess er óskað að eigendur félagsins lýsi því yfir skriflega að þeir muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja
grunn að forsendum reikningskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur.
Viðvarandi taprekstur hefur verið hjá Leigufélaginu Hvammi á liðnum árum og miðað við fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2015 verðu áfram tap á rekstri þess. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2014 kemur fram í efnahagsreikningi félagsins að eigið fé félagsins er neikvætt um 22% auk þess sem veltufjárhlutfall félagsins í árslok er einungis 0,03. Félagið reiðir sig því á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár (2015).

Bæjarráð getur ekki fallist á að styðja félagið fjárhagslega á þessum tímapunkti og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir fjárhagsstöðu félagsins og koma með tillögu að úrbótum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

14.Sala hlutabréfa í eigu Norðurþings

Málsnúmer 201503062Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Friðriki Sigurðsyni og Óla Halldórssyni um að sveitarstjóra verði falið að kanna möguleika á að selja hlutabréf í eigu sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að kannaðir verðir möguleikar á sölu hlutabréfa í eigu sveitarfélagsins. Tillaga um sölu og söluverð verði lagt fyrir bæjarráð að nýju.

15.Byggðakvóti í Norðurþingi, ósk um breytingar á reglugerð er varðar stærð byggðarlaga sem falla innan punkta útreiknings

Málsnúmer 201503061Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur drög að bréfi frá Norðurþingi til Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra þar sem óskað er eftir breytingu á reglulegrð nr. 651/2014, útreikningi á úthlutun byggðakvóta.
Sveitarfélagið Norðurþing óskar hér formlega eftir því að breytingar verði gerðar á reglugerð nr.651/2014 um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016.

Breytingar sem óskast gerðar eru í 4.gr reglugerðarinnar þar sem stærð byggðarlaga sem falla innan punkta útreiknings er fest við 2.000 íbúa. Óskað er eftir því að íbúafjöldi byggðarlaga verði aukinn í 2.300 íbúa.

Röksemdafærsla breytinganna eru eftirfarandi. Byggðarlagið Húsavík fellur ekki innan skilgreiningar um brothættar byggðir sem kost eiga á sérmerktu aflamarki Byggðastofnunar og fellur ekki heldur innan skilgreininga vegna punkta útreiknings til byggðakvóta, þar sem íbúatala er lítillega yfir skilgreindum mörkum núverandi reglugerðar. Þetta er þrátt fyrir þá stöðu að á sl. fiskveiðári hafi stærstur hluti varanlegs aflamarks horfið úr byggðarlaginu við brottför Vísis hf. frá Húsavík. Það að missa úr byggðarlaginu jafn stórt hlutfall aflamarks verður til þess að það hriktir í stoðum sjávarútvegs í sveitarfélaginu og undirstöðu atvinnugrein svæðisins stendur löskuð eftir. Ennfremur rennur út á þessu ári sólarlagsákvæði úthlutunarreglna um Byggðakvóta sem snýr að ívilnun vegna samdráttar í vinnslu á rækju, sem gerir það að verkum að Húsavík mun ekki fá nokkra úthlutun verði reglum ekki breytt.

Hjá Vísi hf á Húsavík unnu 47 manns þar til vinnslu var hætt vorið 2014. Stórt hlutfall þeirra einstaklinga sem nú eru á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu, eru fyrrum starfsmenn Vísis hf. Þónokkrir fyrrum starfsmenn fyrirtækisins hafa flutt burtu síðan fyrirtækið hætti starfsemi í bænum. Brotthvarf Vísis sl. vor hefur því sannarlega haft neikvæð áhrif á útsvarstekjur Norðurþings, sem eðli málsins samkvæmt er þungt fyrir rekstur sveitarfélags sem hefur horft uppá neikvæða íbúaþróun m.t.t. aldurssamsetningar og flutninga fólks úr sveitarfélaginu.

Íbúar sveitarfélagsins eru óttaslegnir vegna þróunarinnar í sjávarútvegsstarfsemi í Norðurþingi. Óttaslegnir vegna þess að tap þessa hlutfalls aflamarks úr sveitarfélaginu gerir starfsumhverfi sjávarútvegs sem eftir stendur mun erfiðara fyrir en áður og getur orðið til þess að sjósókn og fiskvinnsla leggist hreinlega af á Húsavík ef ekki kemur til mótvægisaðgerða. Engar sértækar bætur hafa komið til umræðu fram að þessu í ljósi ofangreindra áfalla fyrir byggðalagið.

Það er einlæg ósk sveitarfélagsins Norðurþings að til móts við okkur verði komið og að Húsavík falli innan viðmiða punktaútreikningskerfisins við úthlutun Byggðakvóta fyrir n.k. fiskveiðiár 2015/16

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir með formlegu bréfi til ráðherra.

16.Fannar Þorvaldsson f.h. Rifós hf. og Fiskeldi Haukamýrar ehf., óskar eftir því að bæjarstjórn Norðurþings mótmæli gerð fjárfestingasamnings milli Matorku ehf. og ríkisstjórnar Íslands

Málsnúmer 201503058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Fannari Helga Þorvaldssyni, f.h. Rifós hf. og Fiskeldi Hauksmýrar ehf. þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn komi á framfæri mótmælum við ráðherra og þingmenn vegna fjárfestingasamnings ríkisstjórnarinnar við Matorku ehf.
Bæjarráð fagnar því sem fram kemur í fjárfestingasamningi ríkisstjórnar Íslands og Matorku að "ríkisstjórn Íslands hafi einsett sér að auka nýfjárfestingar sem stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi og jákvæðum efnahagslegum áhrifum á byggðaþróun og þjóðarbúið í heild sinni". Í sveitarfélaginu Norðurþingi er fiskeldi ein af mikilvægum stoðum atvinnulífsins. Þetta á við um fyrirtæki á og við Húsavík þar sem Fiskeldið í Haukamýri og Norðurlax eru starfrækt, en ekki síður í dreifðum byggðum í norðurhluta Þingeyjarsýslu þar sem fyrirtækin Rifós og Silfurstjarnan starfa. Bæjarráð vekur athygli á mikilvægi þess að samkeppnishæfni þessara mikilvægu fyrirtækja sé ekki skert og jafnræðis gætt í byggðatengdum aðgerðum sem þessum.

17.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Arnari Sigurðssyni,Húsavík

Málsnúmer 201503057Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Arnari Sigurðssyni, f.h. Sjóferða Arnars ehf.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

18.Krafa Landverndar um nýtt umhverfismat vegna raflína frá Kröflu að Bakka

Málsnúmer 201503102Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur minnisblað frá Gauki Hjartarsyni vegna skipulagslegrar stöðu háspennulína.
Bæjarráð Norðurþings andmælir kröfu Landverndar um nýtt umhverfismat fyrir fyrirhugaðar línulagnir Landsnets frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Kröfum sínum hefur Landvernd skilað til Skipulagsstofnunar með bréfum dags. 10. mars 2015 og 20. mars 2015 og hefur Norðurþing fengið afrit þeirra.
Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025 er eitt af fyrstu stóru skipulagsverkefnum hérlendis sem unnin voru skv. ákvæðum laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Þar eru m.a. lagðar línur um legu háspennulína innan þeirra sveitarfélaga sem stóðu að svæðisskipulaginu. Aðalskipulagsáætlanir aðildarsveitarfélaganna sem unnin eru eftir samþykkt svæðisskipulagsins eru öll unnin skv. ákvæðum laga nr. 105/2006 og innihalda sérstakar umhverfisskýrslur. Þar með talið er Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030, Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022 og Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023. Allar þessar skipulagsáætlanir hafa verið staðfestar af sitjandi umhverfisráðherrum.
Þann 26. apríl 2010 lagði Landsnet fram frummatskýrslu til Skipulagsstofnunar um háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík og jarðstreng frá Bjarnarflagi að Kröflu. Skipulagsstofnun gaf út sitt álit á matsskýrslu Landsnets þann 24. nóvember 2010. Sama dag gaf Skipulagsstofnun einnig álit sitt á sameiginlegu umhverfismati fyrir álver á Bakka, háspennulínur og virkjanir í Kröflu og Þeistareykjum.
Í ferlinu hefur því bæði verið fylgt ákvæðum laga nr. 106/2000 og 105/2006.
Landvernd telur að forsendur frá fyrirliggjandi umhverfismati séu gjörbreyttar þar sem ekki liggi fyrir að þörf sé á meiri orkuflutningum um háspennulínur til Bakka en 58 MW vegna fyrsta áfanga uppbyggingar kísilmálmverksmiðju PCC. Bæjarráð mótmælir því sem misskilningi. Áætlanir Norðurþings, Landnets og Landsvirkjunar miða að því að verulega meiri uppbygging verði á Bakka á komandi árum og að orkuþörf um háspennulínur Landsnets verði til lengri tíma hliðstæð því sem ætlað var í umhverfismati. Öll uppbygging innviða tekur mið af þeim áætlunum, þ.m.t. fyrirhuguð háspennulína þó unnt verði að reka hana á lægri spennu vegna fyrstu áfanga uppbyggingar iðnaðarsvæðisins. Það er ekki skynsamlegt að byggja upp raflínumannvirki sem ekki standast áætlanir til lengri tíma. Megin forsendur fyrir uppbyggingu línanna hafa því ekki breyst. Uppbygging línunnar skv. áætlunum mun styrkja öryggi raforkuflutnings á svæðinu.
Bæjarráð furðar sig á tímasetningu kröfu Landverndar. Eins og fram kemur í bréfum Landverndar féll Alcoa endanlega frá áformum sínum um uppbyggingu á Bakka árið 2011. Síðan þá hefur verið unnið að því að skipuleggja iðnaðarsvæði á Bakka fyrir fleiri og minni iðnaðarfyrirtæki eins og ítrekað hefur verið kynnt. Það er þó ekki fyrr en að útlit er fyrir að framkvæmdir við uppbyggingu fyrsta fyrirtækisins séu við það að hefjast að krafa Landverndar um nýtt umhverfismat kemur fram. Bæjarráð Norðurþings telur allar frekari tafir á uppbyggingu á Bakka afar óheppilegar og leggst því alfarið gegn því að fyrirhuguð uppbygging háspennulínanna verði sett í nýtt umhverfismat.
Bæjarráð Norðurþings fer fram á við Skipulagsstofnun að ekki verði farið fram á að unnið verði nýtt umhverfismat háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka líkt og Landvernd fer fram á.

19.Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum efnistökusvæðis í Skurðbrúnum

Málsnúmer 201503090Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk frá Skipulagsstofnun um umsögn um mat á umhverfisáhrifum efnistökusvæðis í Skurðbrúnum.
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum

Með bréfi dags. 18. febrúar 2015 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Norðurþings um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð efnistaka í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkur skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka laga nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 1123/2005.
Bæjarráð Norðurþings hefur kynnt sér greinargerð Vegagerðarinnar um fyrirhugaða efnistöku. Norðurþing er aðili að efnistökunni og vinnur nú að breytingu aðalskipulags og gerð nýs deiliskipulags vegna hennar.

Fyrirhuguð efnistaka fer fram í lítt grónu landi og rask á gróðurfari, fuglalífi eða öðrum náttúruminjum því óverulegt vegna efnistökunnar. Námuvegur er tæplega þriggja kílómetra langur, að mestu um gróið land. Hann fellur saman við áður fyrirhugaðan línuveg Landsnets. Flóra og fána svæðisins hefur verið rannsökuð í tengslum við umhverfismat fyrir háspennulínur að Bakka. Fornleifar hafa einnig verið kortlagðar á nánast öllu svæðinu og horft er til þess að fylgja leiðbeiningum Minjastofnunar Íslands um meðhöndlun þeirra fornleifa sem líklegar eru til að raskast við framkvæmdirnar. Nokkrar líkur eru á raski lítilla vatnsuppspretta Bakkaár við framkvæmdina en horft er til þess að gera viðeigandi ráðstafanir í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra til að draga sem kostur er úr líkum á mengun lindanna.

Bæjarráð Norðurþings telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar og mótvægisaðgerðum í greinargerð Vegagerðarinnar. Bæjarráð telur því ekki tilefni til að ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Fram kemur í gögnum Vegagerðarinnar hverjir yrðu leyfisveitendur vegna framkvæmdarinnar. M.a. þarf að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku til Norðurþings skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Norðurþing er jafnframt landeigandi á svæðinu og þarf einnig að samþykkja efnistökuna sem slíkur.

20.KPMG, kynning á úttektarskýrslu

Málsnúmer 201503081Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar KPMG Magnús Kristjánsson og Oddur Gunnar Jónsson og kynntu drög að skýrslu um fjárhagsstöðu, rekstur og framtíðarhorfur Norðurþings.
Bæjarráð þakkar fulltrúum KPMG fyrir greinargóða kynningu.

Fundi slitið - kl. 21:25.