Ómar Gunnarsson, Efri-Hólum við Kópasker fer fram á að útilistaverk við skólahúsið á Kópaskeri verði fjarlægt
Málsnúmer 201503118
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 48. fundur - 15.04.2015
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Gunnarssyni þess efnis að útilistaverk við skólahúsið á Kópaskeri verði fjarlægt. Jafnframt liggur fyrir samantekt verkstjóra áhaldahúss á Kópaskeri vegna verksins og mögulegrar viðgerðar á því. Ekki hefur tekist að útvega réttar flísar á alla fleti.
Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að ræða við listamanninn og leita leiða til að lagfæra verkið. Finnist ekki ásættanleg leið til þess verið listaverkið fjarlægt.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 50. fundur - 10.06.2015
Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti stöðu mála. Viðeigandi efni til viðgerðar fékkst frá höfundi verksins og stendur viðgerð yfir í samráði við hann. Nefndin þakkar Friðgeiri Rögnvaldssyni starfsmanni áhaldahúss á Kópaskeri hans framgöngu í málinu.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 51. fundur - 19.08.2015
Viðgerð á verkinu er lokið, kostnaður fór nokkuð fram úr áætlun. Kostnaður greiðist úr lista- og menningarsjóði en kemur ekki til skerðingar á úthlutunarfé yfirstandandi árs.