Samstarf við lögregluna á Norðurlandi eystra vegna átaks gegn heimilisofbeldi
Málsnúmer 201504040
Vakta málsnúmerFélags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 48. fundur - 16.04.2015
Nefndin tekur vel í samstarfið og telur mikilvægt að sveitarfélagið taki þátt í því. Ljóst er að talsverður kostnaður mun fylgja því að taka þátt í verkefninu s.s. laun vegna bakvaktar. Nefndin vísar málinu til bæjarráð til afgreiðslu.
Bæjarráð Norðurþings - 138. fundur - 29.04.2015
Á 48. fundi félags- og barnaverndarnefndar Norðurþings þann 16. apríl sl. var lagt fram erindi frá lögreglunni á Norðurlandi eystra þar sem hún óskar eftir samvinnu við félagsþjónustu Norðurþings vegna átaks gegn heimilisofbeldi.
Eftirfarandi bókun var gerð á fundinum:
"Nefndin tekur vel í samstarfið og telur mikilvægt að sveitarfélagið taki þátt í því. Ljóst er að talsverður kostnaður mun fylgja því að taka þátt í verkefnunu s.s. laun vegna bakvaktar. Nefndin vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu."
Eftirfarandi bókun var gerð á fundinum:
"Nefndin tekur vel í samstarfið og telur mikilvægt að sveitarfélagið taki þátt í því. Ljóst er að talsverður kostnaður mun fylgja því að taka þátt í verkefnunu s.s. laun vegna bakvaktar. Nefndin vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu."
Dögg Káradóttir félagsmálastjóri mætti á fundinn og fór yfir erindið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum um hvernig aðkoma þeirra er að verkefninu og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum um hvernig aðkoma þeirra er að verkefninu og leggja fyrir bæjarráð að nýju.