Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

138. fundur 29. apríl 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Starfsmenn
  • Guðbjartur Ellert Jónsson
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálsatjóri - Staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Samstarf við lögregluna á Norðurlandi eystra vegna átaks gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 201504040Vakta málsnúmer

Á 48. fundi félags- og barnaverndarnefndar Norðurþings þann 16. apríl sl. var lagt fram erindi frá lögreglunni á Norðurlandi eystra þar sem hún óskar eftir samvinnu við félagsþjónustu Norðurþings vegna átaks gegn heimilisofbeldi.
Eftirfarandi bókun var gerð á fundinum:

"Nefndin tekur vel í samstarfið og telur mikilvægt að sveitarfélagið taki þátt í því. Ljóst er að talsverður kostnaður mun fylgja því að taka þátt í verkefnunu s.s. laun vegna bakvaktar. Nefndin vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu."
Dögg Káradóttir félagsmálastjóri mætti á fundinn og fór yfir erindið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum um hvernig aðkoma þeirra er að verkefninu og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

2.Staðfesting á útsvarsprósentu við álagningu 2015 á tekur ársins 2014

Málsnúmer 201504039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ríkisskattstjóra þar sem óskað er eftir að álagningarprósenta útsvars sveitarfélagsins Norðurþing, 14,520% við álagningu 2015 á tekjur ársins 2014 verði staðfest.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að staðfesta ofangreinda tölu við RSK

3.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Benedikt Björgvinssyni, Kópaskeri

Málsnúmer 201504049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitinga til handa Benedikt Björgvinssyni til sölu gistingar í Akurgerði 9
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama

4.Kynning Póst og fjarskiptastofnunar á leiðbeiningum um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisstyrktarreglum

Málsnúmer 201504050Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tölvupóstur frá Lindu Margréti Sigurðardóttur, Eyþingi þar sem Póst- og fjarskiptastofnun boðar til kynningar á Akureyri á leiðbeiningum um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisstyrkja, 11. maí kl. 16:00
Lagt fram til kynningar

5.Eyþing fundargerðir

Málsnúmer 201406064Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerðir 264. og 265. stjórnarfunda Eyþings.
Lagt fram til kynningar

6.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 689. mál til umsagnar

Málsnúmer 201504041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016, 689. mál
Lagt fram til kynningar

7.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 629. mál til umsagnar

Málsnúmer 201504058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp til laga til um verndarsvæði í byggð, 629. mál
Lagt fram til kynningar

8.Atvinnuveganefnd Alþingis, 691. mál til umsagnar

Málsnúmer 201504059Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir), 691. mál
Lagt fram til kynningar

9.Atvinnuveganefnd Alþingis, 692. mál til umsagnar

Málsnúmer 201504060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis frumvarp til laga um veiðigjöld, 692. mál
Lagt fram til kynningar

10.Orkuveita Húsavíkur ohf. fundargerðir ársins 2015

Málsnúmer 201503109Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fyrir fundargerðir 137. og 139. stjórnarfunda Orkuveitu Húsavíkur ohf. og aðalfundar 2015.
Lagt fram til kynningar

Varðandi lið 2 á 139. stjórnarfundi Orkuveitu Húsavíkur:
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf um lækkun hlutafjár Orkuveitu Húsavíkur ohf um allt að 650 milljónir. Óli Halldórsson mun fara með atkvæðisrétt Norðurþings á boðaðan hluthafafund Orkuveitu Húsavíkur ohf. þann 7. maí nk þar sem hlutafjárlækkunin verður formlega samþykkt.

Varðandi lið 3 á 139. stjórnarfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf:
Varðandi atriði 1 og 2 þá tekur bæjarráð undir bókanir stjórnar orkuveitunnar og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna þau mál áfram í samstarfi við framkvæmdastjóra orkuveitunnar.

11.Aðalfundur Fjallalambs hf. 2015

Málsnúmer 201504063Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Fjallalambs hf. 2015 sem haldinn verður sunnudaginn 3. maí nk.
Bæjarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon sem fulltrúa Norðurþings á fundinn og Friðrik Sigurðsson sem varamann.

12.Aðalfundur Tækifæris hf. 2015

Málsnúmer 201504048Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Tækifæris hf. 2015 sem haldinn verður þriðjudaginn 5. maí nk
Lagt fram til kynningar

13.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2015

Málsnúmer 201504071Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. sem verður haldinn 12. maí nk.
Lagt fram til kynningar

14.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur verksamningur milli Norðurþings og Íslenska Gámafélagsins um söfnun, flutning og afsetningu úrgangs, moltugerð og rekstur móttökustöðvar á Húsavík
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð fagnar þeim mikilvæga áfanga sem þessi samningur felur í sér. Þessi breyting á meðhöndlun sorpmála mun skapa tækifæri fyrir Norðurþing til að komast í fremstu röð umhverfislega með stóraukinni endurvinnslu og -nýtingu og á sama tíma lækka rekstrarkostnað sorphirðu til næstu ára.

Fundi slitið - kl. 18:00.