Málefni bókasafna Norðurþings
Málsnúmer 201506015
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Norðurþings - 49. fundur - 16.06.2015
Á 50. fundi fræðslu- og menningarnefndar var eftirfarandi tillaga formanns nefndarinnar samþykkt samhljóða;
"Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir samningi við Héraðsnefnd Þingeyinga um samþættan rekstur bókasafna í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Stefnt verði að nýju fyrirkomulagi frá 1. janúar 2016. Markmiðið verði fagleg efling og samstilling bókasafnsþjónustu í Norðurþingi auk hagræðingar í rekstri.
Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að greina þjónustuþörf í sveitarfélaginu og taka saman upplýsingar um opnun og þjónustu núverandi starfsstöðva. Leitað verði upplýsinga um starfsemi og rekstur bókasafnsþjónustu í sambærilegum sveitarfélögum.
Fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt forstöðumönnum núverandi bókasafna í Norðurþingi falið í samráði við bæjarstjóra að hefja viðræður við Héraðsnefnd Þingeyinga um sameiginlegan rekstur bókasafnsþjónustu í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga."
"Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir samningi við Héraðsnefnd Þingeyinga um samþættan rekstur bókasafna í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Stefnt verði að nýju fyrirkomulagi frá 1. janúar 2016. Markmiðið verði fagleg efling og samstilling bókasafnsþjónustu í Norðurþingi auk hagræðingar í rekstri.
Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að greina þjónustuþörf í sveitarfélaginu og taka saman upplýsingar um opnun og þjónustu núverandi starfsstöðva. Leitað verði upplýsinga um starfsemi og rekstur bókasafnsþjónustu í sambærilegum sveitarfélögum.
Fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt forstöðumönnum núverandi bókasafna í Norðurþingi falið í samráði við bæjarstjóra að hefja viðræður við Héraðsnefnd Þingeyinga um sameiginlegan rekstur bókasafnsþjónustu í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga."
Samþykkt samhljóða
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 51. fundur - 19.08.2015
Eyrún Ýr Tryggvadóttir forstöðumaður bókasafnsins á Húsavík og Stefanía V. Gísladóttir forstöðumaður bókasafns Öxarfjarðar mættu á fundinn.
Erla og Eyrún gerðu grein fyrir stöðu mála og áætlun um framhald vinnunnar.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 55. fundur - 25.11.2015
Menningarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málefna bókasafna Norðurþings.
Fjárhagsáætlun 2016 gerir ráð fyrir fimm milljón króna lækkun frá áætlun 2015. Menningarfulltrúa er falið í samstarfi við forstöðumenn safnanna að vinna að útfærslum.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 56. fundur - 13.01.2016
Fyrir nefndinni liggur kynning á nýju fyrirkomulagi á rekstri bókasafna Norðurþings.
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi kynnti fyrirkomulagið. Fyrirkomulagið felur meðal annars í sér sameiningu bókasafna sveitarfélagsins frá 1. janúar 2016.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 9. fundur - 14.03.2017
Í samræmi við samþykkt Fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings frá 10. júní 2015 og sveitarstjórnar Norðurþings frá 16. júní 2015 hafa staðið yfir viðræður um samstarf og/eða samrekstur Bókasafna Norðurþings og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga(MMÞ). Í bréfi sem barst frá MMÞ í febrúar er ýmsum möguleikum um slíkan samrekstur velt upp.
Menningarfulltrúa falið að halda áfram viðræðum við MMÞ um nánara samstarf eða samrekstur safnanna í samræmi við umræður á fundinum með það að markmiði að drög að samstarfssamningi verði lögð fyrir nefndina á næsta fundi.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 10. fundur - 25.04.2017
Snæbjörn Sigurðarson Menningarfulltrúi Norðurþings fór yfir málefni bókasafna Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.
Menningarfulltrúa er falið að vinna að málinu áfram.
Menningarfulltrúa er falið að vinna að málinu áfram.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 11. fundur - 13.06.2017
Til umfjöllunar voru málefni bókasafna Norðurþings.
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi Norðurþings lagði fram samningsdrög milli Norðurþings og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um rekstur bókasafna Norðurþings.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur menningarfulltrúa að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur menningarfulltrúa að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 13. fundur - 12.09.2017
Menningarfulltrúi fór yfir málefni bókasafna Norðurþings. Menningarmiðstöð Þingeyinga tók við rekstri þeirra 1. september síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar.
Formaður lagði fram efirfarandi tillögu:
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir samningi við Héraðsnefnd Þingeyinga um samþættan rekstur bókasafna í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Stefnt verði að nýju fyrirkomulagi frá 1. janúar 2016. Markmiðið verði fagleg efling og samstilling bókasafnsþjónustu í Norðurþingi auk hagræðingar í rekstri. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að greina þjónustuþörf í sveitarfélaginu og taka saman upplýsingar um opnun og þjónustu núverandi starfsstöðva. Leitað verði upplýsinga um starfsemi og rekstur bókasafnsþjónustu í sambærilegum sveitarfélögum. Fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt forstöðumönnum núverandi bókasafna í Norðurþingi falið í samráði við bæjarstjóra að hefja viðræður við Héraðsnefnd Þingeyinga um sameiginlegan rekstur bókasafnsþjónustu í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.
Samþykkt samhljóða.
Fulltrúar bókasafnanna viku af fundi kl. 13:00.