Sundlaug Raufarhafnar
Málsnúmer 201508055
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 43. fundur - 18.08.2015
Lagt fram til kynningar
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 44. fundur - 21.09.2015
Lagt fram til kynningar.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 45. fundur - 13.10.2015
Til umfjöllunar eru málefni sundlaugarinnar á Raufarhöfn.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fjallaði um rekstur sundlaugarinnar á Raufarhöfn.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að framkvæma þjónustukönnun á breyttu rekstrarfyrirkomulagi.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að framkvæma þjónustukönnun á breyttu rekstrarfyrirkomulagi.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 46. fundur - 24.11.2015
Framkvæmd var viðhorfskönnun í sundlaug Raufarhafnar á vefsíðunni raufarhofn.is og í íþróttamiðstöð Raufarhafnar.
59 einstaklingar svöruðu könnuninni.
Spurt var:
Hvernig líst þér á að komið verði upp heitum potti í Sundlaug Raufarhafnar sem verður opinn allt árið? Ef potturinn er settur upp verður sundlaugarkarið lokað yfir vetrartímann.
69% var algjörlega ósátt/ur við tillöguna
5% leist ekki vel á tillöguna
4% var sama hvort verður
4% leist vel á þessa tillögu
18% leist mjög vel á þessa tillögu
59 einstaklingar svöruðu könnuninni.
Spurt var:
Hvernig líst þér á að komið verði upp heitum potti í Sundlaug Raufarhafnar sem verður opinn allt árið? Ef potturinn er settur upp verður sundlaugarkarið lokað yfir vetrartímann.
69% var algjörlega ósátt/ur við tillöguna
5% leist ekki vel á tillöguna
4% var sama hvort verður
4% leist vel á þessa tillögu
18% leist mjög vel á þessa tillögu
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 48. fundur - 09.02.2016
Á fundi tómstunda og æskulýðsnefndar Norðurþings þann 24. nóvember 2015 var samþykkt fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2016. Fundargerðin og áætlunin í heild sinni var staðfest í bæjarstjórn Norðurþings þann 1. Desember 2015.
Í áætlun ársins 2016 voru áætlaðar um 10 milljónum minna en árið 2015 fyrir rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn. Greinargerð fylgdi fjárhagsáætluninni þar sem fyrirhugaðar breytingar á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar voru kynntar.
Í áætlun ársins 2016 voru áætlaðar um 10 milljónum minna en árið 2015 fyrir rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn. Greinargerð fylgdi fjárhagsáætluninni þar sem fyrirhugaðar breytingar á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar voru kynntar.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að loka sundlauginni yfir vetrartíman eins og samþykkt var með greinargerð fjárhagsáætlunar 2016.
Ákvörðunin tekur gildi eftir sumaropnun. Laugin verður lokuð frá 1. nóvember til 31. mars ár hvert.
Í framkvæmdaáætlun Norðurþings fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir kaupum á heitum potti fyrir íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn.
Opnunartími íþróttahússins að undanskilinni sundlauginni verður með óbreyttum hætti og aðgangur að heitum potti fylgir almennum opnunartíma.
Einnig verður opnunartími sundlaugar rýmri yfir sumartímann. Sú breyting tekur gildi sumarið 2016.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna að endurskipulagningu á starfsmannahaldi íþróttamiðstöðvarinnar til samræmis við aðrar íþróttamiðstöðvar sveitarfélagsins.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ítrekar við framkvæmda og hafnanefnd að hafinn verði undirbúningur á framkvæmdum við Íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn sem fyrst.
Ákvörðunin tekur gildi eftir sumaropnun. Laugin verður lokuð frá 1. nóvember til 31. mars ár hvert.
Í framkvæmdaáætlun Norðurþings fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir kaupum á heitum potti fyrir íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn.
Opnunartími íþróttahússins að undanskilinni sundlauginni verður með óbreyttum hætti og aðgangur að heitum potti fylgir almennum opnunartíma.
Einnig verður opnunartími sundlaugar rýmri yfir sumartímann. Sú breyting tekur gildi sumarið 2016.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna að endurskipulagningu á starfsmannahaldi íþróttamiðstöðvarinnar til samræmis við aðrar íþróttamiðstöðvar sveitarfélagsins.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ítrekar við framkvæmda og hafnanefnd að hafinn verði undirbúningur á framkvæmdum við Íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn sem fyrst.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 1. fundur - 12.04.2016
Rætt var um rekstrarfyrirkomulag í sundlauginni í Raufarhöfn sumarið 2016.
Lagt er til að opnunartími laugarinnar verði :
Virka daga 17-21
helgar 11-14
Jafnframt er lagt er til að sumaropnun laugarinnar verði frá 6.júní - 14. ágúst.
Lagt er til að opnunartími laugarinnar verði :
Virka daga 17-21
helgar 11-14
Jafnframt er lagt er til að sumaropnun laugarinnar verði frá 6.júní - 14. ágúst.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirlagt fyrirkomulag á sumarrekstri sundlaugarinnar á Raufarhöfn.
Sundlaugin verður opin alla daga vikunar sem er aukning frá núverandi fyrirkomulagi.
Tómstundafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.
Sundlaugin verður opin alla daga vikunar sem er aukning frá núverandi fyrirkomulagi.
Tómstundafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 4. fundur - 15.09.2016
Íþrótta og tómstundafulltrúi kynnti mögulegar orkusparandi aðgerðir í skóla og íþróttamannvirki á Raufarhöfn.
Æskulýðs - og menningarnefnd ákveður að fresta fyrirhugaðri lokun sem átti að taka gildi 1. nóvember. Laugin verður því opin út árið.
Einnig ákveður nefndin að fresta fyrirhuguðum kaupum á heitum potti.
Ákvörðun þessi er tekin í ljósi nýrra upplýsinga og möguleika á styrkveitingu úr Orkusjóði.
Einnig ákveður nefndin að fresta fyrirhuguðum kaupum á heitum potti.
Ákvörðun þessi er tekin í ljósi nýrra upplýsinga og möguleika á styrkveitingu úr Orkusjóði.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 7. fundur - 17.01.2017
Á 4.fundi Æskulýðs- og menningarnefndar þann 15. september 2016 tók Æskulýðs- og menningarnefnd ákvörðun um að fresta lokun sundlaugarinnar á Raufarhöfn út árið 2016.
Til umræðu var starfsfyrirkomulag sundlaugarinnar á árinu 2017.
Til umræðu var starfsfyrirkomulag sundlaugarinnar á árinu 2017.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að halda óbreyttum opnunartíma út apríl og skoðað verði að auka opnunartíma yfir sumartímann.