Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

46. fundur 24. nóvember 2015 kl. 13:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.EVS sjálfboðaverkefni

Málsnúmer 201511081Vakta málsnúmer

Kynnt var erindi frá Evrópu unga fólksins um sjálfboðaliðaverkefni fyrir ungt fólk.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar erindið og hvetur ungmenni í sveitarfélaginu að kynna sér verkefnið.

Nefndin felur Tómstunda - og æskulýðsfulltrúa að kynna verkefnið á heimasíðu sveitarfélagsins, í Túni, fyrir íþróttafélögum Norðurþings og í FSH.

2.Ósk um stuðning við Snorraverkefnið 2016

Málsnúmer 201511030Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur bréf frá stjórn Snorrasjóðs sem sér um Snorraverkefnið.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd sér sér ekki fært að styðja við verkefnið að þessu sinni.

3.Jakinn 2016

Málsnúmer 201510133Vakta málsnúmer

Tómstunda - og æskulýðsnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin felur Tómstunda og æskulýðsfulltrúa að fylgja verkefninu eftir og kynna fyrir nefndinni síðar.

4.Kvenfélag Húsavíkur, ósk um styrk vegna þorrablóts 16. janúar 2016

Málsnúmer 201510125Vakta málsnúmer

Tómstunda og æskulýðsnefnd veitir Kvenfélagi Húsavíkur afnot af Íþróttahöllinni án endurgjalds vegna Þorrablóts Kvenfélagsins 2016.

Nefndin felur Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að fylgja málinu eftir.

5.Brennur áramóta 2015-2016

Málsnúmer 201511049Vakta málsnúmer

Áramótabrennan á Húsavík mun verða með hefðbundnu sniði. Brennan hefst klukkan 16.45 þann 31.desember.

Íþróttafélagið Völsungur hefur umsjón með þrettándabrennu á Húsavík. Tómstunda - og æskulýðsfulltrúa er falið að vera í sambandi við forsvarsmenn félagsins vegna tíma og staðsetningar.

6.Norðurorg

Málsnúmer 201510083Vakta málsnúmer

Tómstunda og æskulýðsnefnd fagnar því að komið sé að Norðurþingi að halda keppnina.
NorðurOrg er undankeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi fyrir söngkeppni Samfés.

Tómstunda og æskulýðsnefnd felur ungmennahúsinu Túni að sjá um framkvæmdina í samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.

7.Gjaldskrá Íþróttamannvirkja 2016

Málsnúmer 201511026Vakta málsnúmer

Fyrirliggjandi tillaga að gjaldskrá er samþykkt.
Gjaldskráin tekur gildi 1.janúar 2016 og verður auglýst á heimasíðu Norðurþings og í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins.

8.Fjárhagsáætlun 2016 málaflokkur 06

Málsnúmer 201508056Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Núverandi rammi nefndarinnar er 186 milljónir.

Tómstunda og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

9.Sundlaug Raufarhafnar

Málsnúmer 201508055Vakta málsnúmer

Framkvæmd var viðhorfskönnun í sundlaug Raufarhafnar á vefsíðunni raufarhofn.is og í íþróttamiðstöð Raufarhafnar.

59 einstaklingar svöruðu könnuninni.

Spurt var:
Hvernig líst þér á að komið verði upp heitum potti í Sundlaug Raufarhafnar sem verður opinn allt árið? Ef potturinn er settur upp verður sundlaugarkarið lokað yfir vetrartímann.

69% var algjörlega ósátt/ur við tillöguna
5% leist ekki vel á tillöguna
4% var sama hvort verður
4% leist vel á þessa tillögu
18% leist mjög vel á þessa tillögu

10.Forvarnarmál

Málsnúmer 201401095Vakta málsnúmer

Rædd voru forvarnarmál í sveitarfélaginu.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd vill hvetja til þess að virkt starf verði tekið upp í forvarnarhópi Norðurþings.

Nefndin hefur áhuga á að koma á auknu samstarfi við forvarnarhópinn.

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

Fundi slitið - kl. 16:15.