Fjárhagsáætlun 2016 málaflokkur 06
Málsnúmer 201508056
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 43. fundur - 18.08.2015
Lagt fram til kynningar
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 44. fundur - 21.09.2015
Vinna vegna fjárhagsáætlunar 2016 er hafin. Tala fyrir sviðið er 196 milljónir eða tæplega 10 milljónum hærri en í fyrra.
Staða sviðsins er nokkurn vegin í jafnvægi fyrir árið 2015.
Staða sviðsins er nokkurn vegin í jafnvægi fyrir árið 2015.
Tómstunda og æskulýðsnefnd óskar eftir rýmri fjárhagsramma fyrir árið 2016 til að geta veitt þá þjónustu sem gerð er krafa um.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 45. fundur - 13.10.2015
Fjárhagsrammi sviðsins fyrir árið 2016 er 192 milljónir, eða um 3,5% hærra en árið áður.
Tómstunda og æskulýðsnefnd telur að 192 milljónir dugi ekki til að reka alla þá starfsemi sem nú er í boði. Nefndin óskar eftir 10 milljóna aukningu, eða samtals 202 miljónir.
Reikna má með að launahækkanir sviðsins verða hærri en 3,5 % eftir nýtt starfsmat og lausa kjarasamninga.
Einnig eru samningar við íþróttafélög lausir.
Ekki er gert ráð fyrir leigu á vallarhúsi frá OH en kostnaður við það er um 240 þús á mánuði.
Viðhald á gervigrasvelli kemur nýtt inn en áður var það á ábyrgð framkvæmdaraðila vallarins.
Fjölgun starfsmanna í Túni kallar á aukið fjármagn.
Lítil sem engin endurnýjun á búnaði í íþróttamannvirkjum hefur verið gerð undanfarin ár og er þörfin orðin brýn.
Reikna má með að launahækkanir sviðsins verða hærri en 3,5 % eftir nýtt starfsmat og lausa kjarasamninga.
Einnig eru samningar við íþróttafélög lausir.
Ekki er gert ráð fyrir leigu á vallarhúsi frá OH en kostnaður við það er um 240 þús á mánuði.
Viðhald á gervigrasvelli kemur nýtt inn en áður var það á ábyrgð framkvæmdaraðila vallarins.
Fjölgun starfsmanna í Túni kallar á aukið fjármagn.
Lítil sem engin endurnýjun á búnaði í íþróttamannvirkjum hefur verið gerð undanfarin ár og er þörfin orðin brýn.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 46. fundur - 24.11.2015
Fyrir nefndinni liggur endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Núverandi rammi nefndarinnar er 186 milljónir.
Tómstunda og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Tómstunda og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.