SR skemma Raufarhöfn
Málsnúmer 201509049
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 62. fundur - 16.09.2015
Skoða þarf alvarlega að fara í nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir stórtjón vegna foks. Ástand skemmunar er orðið þannig að töluverð hætta er á að í hörðum vetrarveðrum geti þak hússins fokið og valdið verulegu tjóni.
Fyrir nefndini liggur að taka ákvörðun um næstu skref.
Fyrir nefndini liggur að taka ákvörðun um næstu skref.
Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að endurmeta fyrri kostnaðaráætlun og leggja fyrir nefndina að nýju.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 66. fundur - 20.01.2016
Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna kynnti stöðuna á viðhaldsþörf og ástandi eigna á SR-lóðinni.
Lagt fram.
Framkvæmdanefnd - 3. fundur - 13.04.2016
Lagt er til að Norðurþing setji inn auglýsingu um sölu á SR skemmu Raufarhöfn.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa SR skemmu á Raufarhöfn til sölu sem er í samræmi við fyrri ákvörðun um sölu hússins.