Málefni nýrra íbúa
Málsnúmer 201509064
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 47. fundur - 13.01.2016
Fundur verður í næstu viku vegna málefna nýrra íbúa.
Á fundinn munu mæta helstu aðilar sem tengjast Bakkaverkefninu á einn eða annan hátt.
Á fundinn munu mæta helstu aðilar sem tengjast Bakkaverkefninu á einn eða annan hátt.
Lagt fram til kynningar.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 4. fundur - 15.09.2016
Málefni nýrra íbúa í sveitarfélaginu hafa verið undir Æskulýðs - og menningarsviði og undir stjórn íþrótta - og tómstundarfulltrúa. Samráðshópur fundar á 6 vikna fresti öll þau mál sem tengjast málefnum nýrra íbúa og uppbygginu tengdri kísilveri á Bakka.
Einnig hefur samráðshópurinn mótað starfslýsingu að starfi móttökufulltrúa nýrra íbúa.
Rætt var um framtíðarsýn og fyrirkomulag á málaflokknum.
Einnig hefur samráðshópurinn mótað starfslýsingu að starfi móttökufulltrúa nýrra íbúa.
Rætt var um framtíðarsýn og fyrirkomulag á málaflokknum.
Æskulýðs - og menningarnefnd hvetur byggðarráð til að taka til umræðu fyrirkomulag á móttöku nýrra íbúa í sveitarfélaginu.
Leitað verði eftir samstarfi við fleiri aðila til að koma á fót starfi móttökustjóra nýrra íbúa.
Leitað verði eftir samstarfi við fleiri aðila til að koma á fót starfi móttökustjóra nýrra íbúa.
Byggðarráð Norðurþings - 191. fundur - 06.10.2016
Málefni nýrra íbúa eru nú hýst undir æskulýðs og menningarsviði. Eins og staðan er í dag hittist samráðshópur á um 6 vikna fresti. Miðað við stöðuna í dag þá er ekkert fjármagn áætlað sérstaklega í vinnuhópinn. Hlutverk hópsins er fyrst og fremst að hittast og miðla upplýsingum. Á 4 fundi æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað: "Æskulýðs - og menningarnefnd hvetur byggðarráð til að taka til umræðu fyrirkomulag á móttöku nýrra íbúa í sveitarfélaginu. Leitað verði eftir samstarfi við fleiri aðila til að koma á fót starfi móttökustjóra nýrra íbúa."
Byggðarráð þakkar þeim aðilum sem hist hafa og rætt um móttöku nýrra íbúa fyrir gott verk og telur málið vera í góðum farvegi hjá Norðurþingi eins og staðan er í dag.