Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Þorrablót á Kópaskeri 2016
Málsnúmer 201601022Vakta málsnúmer
Þorrablótsnefnd í Öxarfirði sækir um styrk í formi niðurfellingar á leigu á Íþróttahúsinu á Kópaskeri vegna þorrablóts sem halda á 23 janúar næstkomandi.
Tómstunda og æskulýðsnefnd samþykkir erindið.
2.Heilsuárið 2015
Málsnúmer 201409041Vakta málsnúmer
Uppgjör á Heilsuárinu 2015
Formanni nefndar og tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að klára framvinduskýrslu verkefnisins.
3.Frístundaheimili
Málsnúmer 201405035Vakta málsnúmer
Farið yfir ástand Túns og starfsemi hússins.
Í Túni er starfrækt frístundarheimili og félagsmiðstöð.
Við frístundarheimilið starfa 5 starfsmenn og notendur eru um 30 talsins.
Félagsmiðstöðin þjónar unglingum á aldrinum 13-17 ára og er að jafnaði opin tvisvar í viku.
Viðhaldsþörf er komin á ýmsa þætti hússins og er brýnt að taka á þeim málum.
Tómstunda og æskulýðsnefnd vísar erindinu til framkvæmda og hafnanefndar með ósk um úrbætur fyrir næsta skólaár. Með erindinu fylgir minnisblað sem unnið er af tómstunda og æskulýðsfulltrúa ásamt umsjónarmanni fasteigna.
Við frístundarheimilið starfa 5 starfsmenn og notendur eru um 30 talsins.
Félagsmiðstöðin þjónar unglingum á aldrinum 13-17 ára og er að jafnaði opin tvisvar í viku.
Viðhaldsþörf er komin á ýmsa þætti hússins og er brýnt að taka á þeim málum.
Tómstunda og æskulýðsnefnd vísar erindinu til framkvæmda og hafnanefndar með ósk um úrbætur fyrir næsta skólaár. Með erindinu fylgir minnisblað sem unnið er af tómstunda og æskulýðsfulltrúa ásamt umsjónarmanni fasteigna.
4.Málefni nýrra íbúa
Málsnúmer 201509064Vakta málsnúmer
Fundur verður í næstu viku vegna málefna nýrra íbúa.
Á fundinn munu mæta helstu aðilar sem tengjast Bakkaverkefninu á einn eða annan hátt.
Á fundinn munu mæta helstu aðilar sem tengjast Bakkaverkefninu á einn eða annan hátt.
Lagt fram til kynningar.
5.Stilling ljósa á gervigrasvelli
Málsnúmer 201512023Vakta málsnúmer
Seint á mánudagskvöldið 7. Desember 2015 reið mikið óveður yfir landið. Flóðljós á Húsavíkurvelli vanstilltust í rokinu og þurfti því að grípa til aðgerða til að laga ljósin. Engar skemmdir urðu á ljósunum en einn kastari hékk laus og lýsti ekki inná völlinn.
Kostnaðurinn við verkið lendir á Norðurþingi, tómstunda og æskulýðssviði.
Kostnaðurinn við verkið lendir á Norðurþingi, tómstunda og æskulýðssviði.
Lagt fram til kynningar.
6.Frítíminn er okkar fag
Málsnúmer 201512044Vakta málsnúmer
Ráðstefnan ,,Frítíminn er okkar fag" var haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík þann 16. október sl. Hvatinn að þessari ráðstefnu var skýrslan Stefnumótun í æskulýðsmálum sem mennta- og menningarmálaráðherra hr. Illugi Gunnarsson kynnti á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir þann 24. nóvember 2014.
Lengi hefur verið kallað eftir heildstæðri stefnu um æskulýðsmál, sérstaklega innan sveitarfélaga og þeirra er vinna á vettvangi frítímans og ber því að fagna þessu framtaki.
Þrátt fyrir að í stefnumótuninni sé talað um leiðir að þeim markmiðum sem stefnan setur þá töldum við, sem að ráðstefnunni stóðum, bæði gagnlegt og mikilvægt að ræða þær leiðir enn frekar og þá með sérstaka áherslu á hvernig við komum þessum leiðum í framkvæmd.
Meðfylgjandi er stutt samantekt um ráðstefnuna, helstu niðurstöður og áskorun til sveitarfélaga að nýta niðurstöður til innleiðingar á stefnunni.
Lengi hefur verið kallað eftir heildstæðri stefnu um æskulýðsmál, sérstaklega innan sveitarfélaga og þeirra er vinna á vettvangi frítímans og ber því að fagna þessu framtaki.
Þrátt fyrir að í stefnumótuninni sé talað um leiðir að þeim markmiðum sem stefnan setur þá töldum við, sem að ráðstefnunni stóðum, bæði gagnlegt og mikilvægt að ræða þær leiðir enn frekar og þá með sérstaka áherslu á hvernig við komum þessum leiðum í framkvæmd.
Meðfylgjandi er stutt samantekt um ráðstefnuna, helstu niðurstöður og áskorun til sveitarfélaga að nýta niðurstöður til innleiðingar á stefnunni.
Tómstunda og æskulýðsnefnd Norðurþings fagnar framtaki FÍÆT. Nefndin mun nýta sér niðurstöður ráðstefnunar við innleiðingu á stefnumótun í æskulýðsmálum.
7.HSÞ - samningamál
Málsnúmer 201510087Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggja drög að samningi við HSÞ fyrir árin 2016, 2017 og 2018
Tómstunda og æskulýðsnefnd samþykkir samningsdrögin og felur tómstunda og æskulýðsfulltrúa að klára samninginn.
8.GH samningamál 2016
Málsnúmer 201511005Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggja fyrir drög af samningi við GH.
Tómstunda og æskulýðsnefnd felur tómstunda og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningi við GH og uppgjöri ársins 2015.
9.Samningamál 2016-2017
Málsnúmer 201510092Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggja fyrir drög af samningi við Íþróttafélagið Völsung.
Tómstunda og æskulýðsnefnd felur tómstunda og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningi við Völsung.
10.Skíðamannvirki við Húsavík
Málsnúmer 201405034Vakta málsnúmer
Til umfjöllunar eru skíðamannvirki á Húsavík. Ákveða þarf fyrirkomulag á troðslu á göngubrautum og opnun í Skálamel. Einnig er vert að huga að framtíðarsýn með skíðalyftu í Reiðarárhnjúk.
Miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag á skíðamannvirkjum má reikna með að fjármagn klárist í mars/apríl líkt og árið 2015. Æskilegt er að ræða rekstarfyrirkomulag skíðamannvirkja í heild sinni.
Miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag á skíðamannvirkjum má reikna með að fjármagn klárist í mars/apríl líkt og árið 2015. Æskilegt er að ræða rekstarfyrirkomulag skíðamannvirkja í heild sinni.
Tómstunda og æskulýðsnefnd vísar því til framkvæmda og hafnanefndar að kanna kostnað og kosti þess að flytja skíðalyftur úr Skálamel eða Stöllum uppí Reyðarárhnjúka.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að funda með forsvarsmönnum skíðagöngudeildar Völsungs um fyrirkomulag snjótroðslu með sem besta nýtingu fjármuna að leiðarljósi.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að funda með forsvarsmönnum skíðagöngudeildar Völsungs um fyrirkomulag snjótroðslu með sem besta nýtingu fjármuna að leiðarljósi.
Fundi slitið - kl. 18:45.