Frítíminn er okkar fag
Málsnúmer 201512044
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 47. fundur - 13.01.2016
Ráðstefnan ,,Frítíminn er okkar fag" var haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík þann 16. október sl. Hvatinn að þessari ráðstefnu var skýrslan Stefnumótun í æskulýðsmálum sem mennta- og menningarmálaráðherra hr. Illugi Gunnarsson kynnti á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir þann 24. nóvember 2014.
Lengi hefur verið kallað eftir heildstæðri stefnu um æskulýðsmál, sérstaklega innan sveitarfélaga og þeirra er vinna á vettvangi frítímans og ber því að fagna þessu framtaki.
Þrátt fyrir að í stefnumótuninni sé talað um leiðir að þeim markmiðum sem stefnan setur þá töldum við, sem að ráðstefnunni stóðum, bæði gagnlegt og mikilvægt að ræða þær leiðir enn frekar og þá með sérstaka áherslu á hvernig við komum þessum leiðum í framkvæmd.
Meðfylgjandi er stutt samantekt um ráðstefnuna, helstu niðurstöður og áskorun til sveitarfélaga að nýta niðurstöður til innleiðingar á stefnunni.
Lengi hefur verið kallað eftir heildstæðri stefnu um æskulýðsmál, sérstaklega innan sveitarfélaga og þeirra er vinna á vettvangi frítímans og ber því að fagna þessu framtaki.
Þrátt fyrir að í stefnumótuninni sé talað um leiðir að þeim markmiðum sem stefnan setur þá töldum við, sem að ráðstefnunni stóðum, bæði gagnlegt og mikilvægt að ræða þær leiðir enn frekar og þá með sérstaka áherslu á hvernig við komum þessum leiðum í framkvæmd.
Meðfylgjandi er stutt samantekt um ráðstefnuna, helstu niðurstöður og áskorun til sveitarfélaga að nýta niðurstöður til innleiðingar á stefnunni.
Tómstunda og æskulýðsnefnd Norðurþings fagnar framtaki FÍÆT. Nefndin mun nýta sér niðurstöður ráðstefnunar við innleiðingu á stefnumótun í æskulýðsmálum.