Gúmmíkurl gervigrasvalla
Málsnúmer 201511069
Vakta málsnúmerÆskulýðs- og menningarnefnd - 4. fundur - 15.09.2016
Seinustu mánuði hefur mikil umræða verið um notkun kurlaðs dekkjagúmmís á íþróttavöllum.
Háværar raddir hafa verið um heilsufarslega skaðsemi kurlsins og mikill þrýstingur var settur á ráðamenn að gera eitthvað í málinu.
Umhverfisstofnun sendi tilmæli frá sér þann 12. júlí sl. þar sem kom fram að "þó að rannsóknir hafi ekki sýnt fram á að notkun dekkjakurls valdi heilsufarslegum skaða beinir Umhverfisstofnun því til aðila sem bera ábyrgð á gervigrasvöllum, að við endurnýjun vallanna eða við byggingu nýrra valla verði notaðar aðrar lausnir."
Sumarið 2016 samþykkti svo Alþingi þingsályktunartillögu um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, þar sem Alþingi fól umhverfis- og auðlindaráðherra, í samstarfi við Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga "að móta áætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna". Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.
Háværar raddir hafa verið um heilsufarslega skaðsemi kurlsins og mikill þrýstingur var settur á ráðamenn að gera eitthvað í málinu.
Umhverfisstofnun sendi tilmæli frá sér þann 12. júlí sl. þar sem kom fram að "þó að rannsóknir hafi ekki sýnt fram á að notkun dekkjakurls valdi heilsufarslegum skaða beinir Umhverfisstofnun því til aðila sem bera ábyrgð á gervigrasvöllum, að við endurnýjun vallanna eða við byggingu nýrra valla verði notaðar aðrar lausnir."
Sumarið 2016 samþykkti svo Alþingi þingsályktunartillögu um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, þar sem Alþingi fól umhverfis- og auðlindaráðherra, í samstarfi við Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga "að móta áætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna". Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.
Framkvæmdanefnd - 11. fundur - 08.12.2016
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til meðfylgjandi áætlunar um endurnýjun gervigrasvalla í sveitarfélaginu.
Sumarið 2016 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, þar sem Alþingi fól umhverfis- og auðlindaráðherra, í samstarfi við Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga "að móta áætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna. Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.
Tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings er að það verði sett í farveg að skipta um sparkvellina á Húsavík innan tveggja ára og sparkvöllur á Raufarhöfn og gervigras á Húsavík sé ekki á áætlun að skipta út á næstunni.
Sumarið 2016 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, þar sem Alþingi fól umhverfis- og auðlindaráðherra, í samstarfi við Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga "að móta áætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna. Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.
Tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings er að það verði sett í farveg að skipta um sparkvellina á Húsavík innan tveggja ára og sparkvöllur á Raufarhöfn og gervigras á Húsavík sé ekki á áætlun að skipta út á næstunni.
Sparkvöllur á Raufarhöfn og gervigrasvöllur á Húsavík eru í góðu ástandi og ekki stendur til að endurnýja þá að sinni.
Sparkvellir við Borgarhólsskóla þarfnast viðhalds og til stendur að lagfæra þá á næstu tveimur árum.
Framkvæmdanefnd samþykkir að framkvæma kostnaðaráætlun á viðhaldi vallanna.
Framkvæmdanefnd óskar eftir að skoðað verði hvort hægt verði að fá fjármuni frá ríkinu til þess að fjármagna verkið.
Sparkvellir við Borgarhólsskóla þarfnast viðhalds og til stendur að lagfæra þá á næstu tveimur árum.
Framkvæmdanefnd samþykkir að framkvæma kostnaðaráætlun á viðhaldi vallanna.
Framkvæmdanefnd óskar eftir að skoðað verði hvort hægt verði að fá fjármuni frá ríkinu til þess að fjármagna verkið.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 7. fundur - 17.01.2017
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum. Sú áætlun er lögð fram til kynningar og er einnig sýnileg á heimasíðu Umhverfis- og auðlindarráðuneytisins.
Áætlun Norðurþings um endurnýjun á sínum gervigrasvöllum gerir ráð fyrir að skipta út gúmmíkurli og gervigrasi á sparkvöllum við Borgarhólsskóla innan tveggja ára. Fyrirhugað er að sparkvöllur á Raufarhöfn og gervigras á Húsavík verði endurnýjaðir á næstu 10-15 árum.
Áætlun Norðurþings um endurnýjun á sínum gervigrasvöllum gerir ráð fyrir að skipta út gúmmíkurli og gervigrasi á sparkvöllum við Borgarhólsskóla innan tveggja ára. Fyrirhugað er að sparkvöllur á Raufarhöfn og gervigras á Húsavík verði endurnýjaðir á næstu 10-15 árum.
Áætlun ráðherra gerir ráð fyrir að allt gúmmíkurl verði farið af völlum á fyrir árslok 2026. Eðlilegra væri að miða við að skipta út gúmmíkurli samhliða endurnýjun valla sem fer eftir notkun vallana og ástandi.
Gúmmíkurlið sem er á gervigrasvöllum í Norðurþingi er dekkjakurl sem Efnastofnun Evrópu (ECHA) mælir ekki gegn notkun á íþróttavöllum á forsendum núverandi þekkingar.
Gúmmíkurlið sem er á gervigrasvöllum í Norðurþingi er dekkjakurl sem Efnastofnun Evrópu (ECHA) mælir ekki gegn notkun á íþróttavöllum á forsendum núverandi þekkingar.
Niðurstöðum samantektarinnar er vísað til framkvæmdanefndar sem þarf að móta áætlun um það hvenær skipta eigi gúmmíkurlinu út fyrir hættuminna efni. Þeirri áætlunargerð skal lokið fyrir árslok 2016 og skal komið áleiðis til Sambands íslenskra sveitarfélaga.