Framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.
Málsnúmer 201604068Vakta málsnúmer
Vegna mögulegrar fjölgunar barna á leikskólaaldri m.a. í tengslum við uppbyggingu á Bakka, er verið að huga að auknu rými í leikskólanum. Ein leið (leið 2 í meðf. skjali) er að fjárfesta í húsnæði á Iðavöllum og færa hluta starfseminnar þangað. Búið er að skoða og meta húsnæðið og fyrir framkvæmdanefnd liggur ákvörðun um hvort veita skuli heimild til þess að gera tilboð í húsið.
2.Almennt um sorpmál 2016
Málsnúmer 201601086Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur tillaga að upptöku klippikorta í tengslum við losun sorps umfram það sem flokkast sem almennur úrgangur og sett er í sorptunnur við heimili. Samhliða upptöku klippikorta þarf að breyta skipulagi og aðstöðu á losunarstöð ÍG til einföldunar fyrir almenning og þarf að kynna hvorutveggja á sama tíma.
Einnig liggur fyrir framkvæmdanefnd sorphirðudagatal 2017 til samþykktar.
Einnig liggur fyrir framkvæmdanefnd sorphirðudagatal 2017 til samþykktar.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að undirbúa upptöku klippikorta, þróun á svæði til sorplosunar og fleira í samræmi við minnisblað.
Framkvæmdanefnd samþykkir framlagt sorphirðudagatal fyrir árið 2017 en það er óbreytt frá árinu 2016.
Framkvæmdanefnd samþykkir framlagt sorphirðudagatal fyrir árið 2017 en það er óbreytt frá árinu 2016.
3.Sorpsamþykkt Norðurþings 2016
Málsnúmer 201601076Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur sorpsamþykkt til samþykktar.
Framkvæmdanefnd samþykkir að vísa hjálagðri sorphirðusamþykkt til sveitastjórnar til samþykkis.
4.Gúmmíkurl gervigrasvalla
Málsnúmer 201511069Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til meðfylgjandi áætlunar um endurnýjun gervigrasvalla í sveitarfélaginu.
Sumarið 2016 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, þar sem Alþingi fól umhverfis- og auðlindaráðherra, í samstarfi við Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga "að móta áætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna. Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.
Tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings er að það verði sett í farveg að skipta um sparkvellina á Húsavík innan tveggja ára og sparkvöllur á Raufarhöfn og gervigras á Húsavík sé ekki á áætlun að skipta út á næstunni.
Sumarið 2016 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, þar sem Alþingi fól umhverfis- og auðlindaráðherra, í samstarfi við Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga "að móta áætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna. Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.
Tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings er að það verði sett í farveg að skipta um sparkvellina á Húsavík innan tveggja ára og sparkvöllur á Raufarhöfn og gervigras á Húsavík sé ekki á áætlun að skipta út á næstunni.
Sparkvöllur á Raufarhöfn og gervigrasvöllur á Húsavík eru í góðu ástandi og ekki stendur til að endurnýja þá að sinni.
Sparkvellir við Borgarhólsskóla þarfnast viðhalds og til stendur að lagfæra þá á næstu tveimur árum.
Framkvæmdanefnd samþykkir að framkvæma kostnaðaráætlun á viðhaldi vallanna.
Framkvæmdanefnd óskar eftir að skoðað verði hvort hægt verði að fá fjármuni frá ríkinu til þess að fjármagna verkið.
Sparkvellir við Borgarhólsskóla þarfnast viðhalds og til stendur að lagfæra þá á næstu tveimur árum.
Framkvæmdanefnd samþykkir að framkvæma kostnaðaráætlun á viðhaldi vallanna.
Framkvæmdanefnd óskar eftir að skoðað verði hvort hægt verði að fá fjármuni frá ríkinu til þess að fjármagna verkið.
5.Vegur að Núpskötlu
Málsnúmer 201612022Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort sveitarfélagið skuli hlutast til um viðhald vega/heimreiða að sveitabæjum í sveitum Norðurþings þar sem um er að ræða aðgengi almennings að náttúruperlum í sveitarfélaginu. Vegagerðin hættir að sinna viðhaldi á heimreiðum að bæjum þar sem ekki er lengur búseta á ársgrundvelli.
Framkvæmdanefnd lýsir áhyggjum sínum yfir aðgengi ferðamanna að náttúrperlum í Norðurþingi í þeim tilfellum sem Vegagerðin hættir viðhaldi vega vegna takmarkaðrar búsetu.
Sveitarfélagið mun eiga samtal við Vegagerðina vegna málsins.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að leggja til við Vegagerðina í samráði við landeigendur og Norðurhjara að heimreið að Núpskötlu verði gerður að lands-/tengivegi.
Þetta er gert til þess að tryggja þjónustu og viðhald vegarins.
Sveitarfélagið mun eiga samtal við Vegagerðina vegna málsins.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að leggja til við Vegagerðina í samráði við landeigendur og Norðurhjara að heimreið að Núpskötlu verði gerður að lands-/tengivegi.
Þetta er gert til þess að tryggja þjónustu og viðhald vegarins.
6.Tillögur um úrbætur í umferðarmálum á Húsavík
Málsnúmer 201606067Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggja tillögur að úrbótum í umferðamálum. Mest aðkallandi eru úrbætur við sundlaug Húsavíkur og knattspyrnuvelli og þyrfti að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir þar hið fyrsta. Þar þarf að girða af gangstétt meðfram knattspyrnuvelli og færa gangbraut yfir Héðinsbrautina nær gatnamótum Héðinsbrautar og Laugarbrekku. Einnig þarf að marka nýja leið fyrir gangandi vegfarendur innan knattspyrnuvallar.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fara í aðgerðir til þess að leysa brýnustu mál varðandi umferðaröryggi við íþróttasvæði.
Gert verður sleppistæði (e. drop-off area)sunnan við gamla kirkjugarð við Auðbrekku sem fyrst.
Búin verður til gönguleið í gegnum íþróttasvæðið ásamt því að girt verður af gangstétt meðfram Héðinsbraut.
Núverandi aðkomu að vallarhúsi verður lokað fyrir almennri umferð.
Framkvæmdafulltrúa er falið að vera í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa við úrlausn málsins.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa eftirfarandi:
1. Kanna möguleika á að setja upp hraðahindrun á þjóðveg 85 norðan Baldursbrekku.
2. Færa gangbraut gegnt sundlaug til suðurs nær gatnamótum Laugarbrekku.
3. Kanna möguleika á að setja hringtorg/umferðarljós á gatnamótum Laugarbrekku, þjóðvegar 85 og Auðbrekku.
4. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kanna breytingu á vegstæði frá Húsavík að Laxamýri.
Gert verður sleppistæði (e. drop-off area)sunnan við gamla kirkjugarð við Auðbrekku sem fyrst.
Búin verður til gönguleið í gegnum íþróttasvæðið ásamt því að girt verður af gangstétt meðfram Héðinsbraut.
Núverandi aðkomu að vallarhúsi verður lokað fyrir almennri umferð.
Framkvæmdafulltrúa er falið að vera í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa við úrlausn málsins.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa eftirfarandi:
1. Kanna möguleika á að setja upp hraðahindrun á þjóðveg 85 norðan Baldursbrekku.
2. Færa gangbraut gegnt sundlaug til suðurs nær gatnamótum Laugarbrekku.
3. Kanna möguleika á að setja hringtorg/umferðarljós á gatnamótum Laugarbrekku, þjóðvegar 85 og Auðbrekku.
4. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kanna breytingu á vegstæði frá Húsavík að Laxamýri.
Fundi slitið - kl. 16:25.
Framkvæmdanefnd leggur til við byggðarráð að gert verði tilboð í húseignina Iðavelli 8.