Almennt um sorpmál 2016
Málsnúmer 201601086
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 9. fundur - 12.10.2016
Smári Jónas Lúðvíksson garðyrkjustjóri kemur á fund og fer yfir ýmis atriði sem tengjast sorpmálum.
Framkvæmdanefnd - 10. fundur - 16.11.2016
Undanfarnar vikur hafa starfsmenn framkvæmdasviðs unnið að bættri umgjörð sorpmála í sveitarfélaginu í samstarfi við starfsmenn Íslenska gámafélagsins. Mikilvægt er að gera bragarbót á flokkun sorps.
Smári J. Lúðvíksson kynnti fyrir fundinum vinnu undanfarinna missera að tillögum til bættrar umgjarðar sorpmála í sveitarfélaginu. Fundað verður með aðilum frá Íslenska gámafélaginu á næstu dögum með það að markmiði að bæta flokkun sorps á heimilum sem og að bæta verkferla við losun sorps í sorphirðustöð á Húsavík.
Framkvæmdanefnd - 11. fundur - 08.12.2016
Fyrir framkvæmdanefnd liggur tillaga að upptöku klippikorta í tengslum við losun sorps umfram það sem flokkast sem almennur úrgangur og sett er í sorptunnur við heimili. Samhliða upptöku klippikorta þarf að breyta skipulagi og aðstöðu á losunarstöð ÍG til einföldunar fyrir almenning og þarf að kynna hvorutveggja á sama tíma.
Einnig liggur fyrir framkvæmdanefnd sorphirðudagatal 2017 til samþykktar.
Einnig liggur fyrir framkvæmdanefnd sorphirðudagatal 2017 til samþykktar.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að undirbúa upptöku klippikorta, þróun á svæði til sorplosunar og fleira í samræmi við minnisblað.
Framkvæmdanefnd samþykkir framlagt sorphirðudagatal fyrir árið 2017 en það er óbreytt frá árinu 2016.
Framkvæmdanefnd samþykkir framlagt sorphirðudagatal fyrir árið 2017 en það er óbreytt frá árinu 2016.
Smári kynnti hugmyndir til að draga úr kostnaði fyrir sveitarfélagið, auka ábyrgð íbúa varðandi málaflokkinn og draga úr förgun.